Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Námskeið fyrir fatlaðar og langveikar konur

$
0
0

Grunnnámskeið  Tabú  fyrir fatlaðar og langveikar konur: Margþætt mismunun og mannréttindabarátta.

Námskeiðið er samstarfsverkefni Tabú og Kvennahreyfingar ÖBÍ. Fjallað verður um áhrif margþættrar mismununar, klámvæðingar og ofbeldis á líkamsímynd, kynverund og stöðu mannréttinda fatlaðra og langveikra kvenna.

Markmið námskeiðsins að skapa öruggara rými fyrir fatlaðar og langveikar konur svo við getum deilt reynslu okkar án þess að eiga í hættu á að vera gagnrýndar eða stimplaðar. Einnig að undirbúa okkur fyrir aktivisma til þess að
sporna gegn jaðarsetningu og mismunun.

Tímabil: 2. febrúar-12. apríl 2016

Staður og tími: Á höfuðborgarsvæðinu, þriðjudögum kl. 19:00-22:00. Námskeiðsverð: 15.000 kr.

Umsjón: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Skráningu líkur 18. janúar og fer hún fram hér.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283