Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Súrdeig og safar í Lindum

$
0
0

Súrdeigsgerðin opnaði í gær verslun með súrdeigsbrauð og ferska ávaxtasafa í Krónunni í Lindum í Kópavogi, þá fyrstu sinnar tegundar hérlendis sem selur einungis súrdeigsbrauð.

Í versluninni er boðið upp á gómsætar súrbrauðssamlokur af ýmsu tagi til að borða á staðnum og nýpressaðan ávaxtasafa með. Viðskiptavinir geta jafnframt keypt heil, nýbökuð súrdeigsbrauð.

sur1

„Við svörum hér kalli tímans í samstarfi við Krónuna. Súrdeigsbakstur er forn aðferð til brauðgerðar, hægfara framleiðsluferli sem losar ýmis holl næringarefni úr mjölinu í deigið og er þar með hluti af heilbrigðisbylgjunni hér og annars staðar í heiminum. Það má alveg kalla súrdeigið „hægfæði“ (slow food), enda tekur ferlið allt að 48 klukkustundum. Brauðin eru auðmeltanleg og bökuð á steini, sem tryggir ákveðin gæði,“ segir Gunnar Örlygur Gunnarsson rekstrarstjóri Súrdeigsgerðarinnar.

sur2

„Súrdeigsbrauð er mjög hollt. Mörgum þykir það líka bragðbetra en annað brauð og enn aðrir velja súrdeigið af því þeir þola ekki ger í hefðbundnum brauðum. Flest brauðin eru algjörlega sykurlaus. Súrdeigið okkar er heimagert frá grunni, undirstaðan er eigin súr, sem sumir kalla súrdeigsmóður. Súrdeigsgerðin skapar þannig brauðunum sínum eigin karakter.“

Frá og með deginum í dag er verslun Súrdeigsgerðarinnar alla daga frá kl 10-20.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283