Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Í ár verður dansað af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýnt í verki að okkur stendur ekki á sama. Byltingin hefst stundvíslega kl. 12 í Hörpu hinn 14. febrúar 2014.
Hægt verður að leggja frítt í Hörpu á meðan viðburðurinn stendur yfir. Við hvetjum fólk til þess að mæta snemma. Þess má geta að einnig verður dansað á Akureyri, Ísafirði og Seyðisfirði.
Sama dag í fyrra kom saman einn milljarður manna í 207 löndum og dansaði í tilefni af Milljarður rís. Hér er stuttmynd um atburðinn.
Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja og 2.100 menn, konur og börn á öllum aldri komu saman í Hörpu og dönsuðu af lífi og sál. Í ár ætlar UN Women, í samstarfi við tónlistarhátíðina Sónar og Lunchbeat, að endurtaka leikinn og markmiðið er að fá 3.000 manns til að taka þátt.
Dj Margeir mun sjá til þess að dansinn duni.
Dönsum af gleði og krafti fyrir mannréttindum kvenna, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að líða ofbeldi vegna kyns síns.
Mætum öll í Hörpu!