Friðgeir Helgason ljósmyndari opnar í dag sýningu sína STEMNING/MOODS í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Sýningin er hluti af dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands og verður uppi til 15. maí 2016. Í tilefni af sýningu Friðgeirs verða einnig sýnd brot úr heimildamynd um Friðgeir sem Þorgeir Guðmundsson er að vinna. Brotin verða sýnd í KUBBNUM á meðan sýningu Friðgeirs stendur.
Sýningin er opin sem hér segir:
Mánud. – fimmtud. 12:00 –19:00
Föstud. 12:00–18:00
Helgar 13:00–17:00