Þetta er hún Anna Líf. Önnu Líf teiknaði Lára Garðarsdóttir fyrir afmælisrit Kvennablaðsins sem kom út í nóvember 2015. Anna Líf er hin íslenska Bridget Jones – nýja besta vinkonan þín!
Kvennablaðið ætlar nú að kynna leik sem við biðjum lesendur að taka þátt í og leggja Önnu Líf orð í munn eða gera henni upp hugsanir réttara sagt.
Hvað er Anna Líf að hugsa á þessari mynd þar sem hún klífur Esjuna? Settu þína tillögu í athugasemdakerfið og við munum fylgjast spennt með tillögunum sem munu berast og jafnvel umbuna þeim sem koma með bestu hugmyndina með veglegum vinningi! Anna Líf er í boði Pennans.
Hvað er Anna Líf að hugsa?
Hver er Lára Garðarsdóttir sem teiknar Önnu Líf?
„Frá unga aldri hef ég haft áhuga á að skrifa og segja sögur, áhuginn leiddi mig síðar inn á brautir animation/teiknimyndagerðar. Eftir menntaskólann lagði ég stund á klassíska teikningu og síðar animation. Árið 2008 útskrifaðist ég sem ‘character animator’ frá The Animation Workshop í Danmörku.“
Hvað hefur þú verið að fást við frá því að þú laukst námi?
„Frá útskrift hef ég fengið góða og haldbæra reynslu á flestum sviðum fagsins og unnið að stórum alþjóðlegum bíómyndum, leikstýrt stuttmyndum og auglýsingum og einnig myndskreytt þó nokkrar bækur og auglýsingar.“
Hver er þinn stíll og hvar má kynnast verkum þínum betur?
„Ég tel það kost minn að geta unnið í mörgum teiknistílum en flestar myndir mínar eiga það sameiginlegt að einkennast af húmor og skoplegum karaktereinkennum. Ég reyni að halda mér sífellt við efnið og hef til þess stofnað Facebooksíðu þar sem ég deili mörgu. Í dag er ég sjálfstætt starfandi, búsett í Reykjavík, og tek að mér jafnt stór sem smá verkefni.“
Hvað er Anna Líf að hugsa? Settu þína tillögu í athugasemdakerfið!