Í vikunni fór í loftið sjónvarpsþátturinn Strandhögg hjá sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þættinum stjórna þær Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mannréttindalögfræðingur og listakonan Sara Oskarsson. Báðar eru þær Píratar en þátturinn er á vegum Píratahreyfingarinnar.
Í þessum fyrsta þætti voru gestir þáttarins þau Ásta Guðrún Helgadóttir yngsti þingmaður Pírata og kom fram í þeim hluta þáttarins sem stjórnendur kalla „drottningarviðtal“. Í „Fokk þe system“, öðrum hluta þáttarins, var gestur að þessu sinni Kári Stefánsson. „Þekktu rétt þinn“ er hluti af þættinum en í honum fræddi Þórhildur Sunna okkur um tjáningarfrelsið. Strandhögg var í alla staði skemmtilegur þáttur, stjórnendur fumlausir þrátt fyrir litla reynslu í sjónvarpi og efnistök þessa fyrsta þáttar lofaði mjög góðu!
Gestir næsta Strandhöggs eru ekki af verri endanum en það eru þau Kristinn Hrafnsson og Birgitta Jónsdóttir. Fylgist með!
Strandhogg_09FEB16v3 from inntv on Vimeo.