Okkar hlutverk er ekki að skapa sundrungu – Okkar hlutverk er að sameinast! Bernie Sanders forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum sendir nú frá sér magnað myndband sem kristallar skilaboð hans til kjósenda í undanfara forsetakosninganna. Inntakið er á þessa leið:
„Við verðum að standa saman burtséð frá litarhætti, uppruna, trú, eða kynhneigð, við megum ekki láta andstæðingana afvegaleiða okkur. Við munum breyta Bandaríkjunum með því að standa saman!