Fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir setti fram þess hugleiðingu á Facebook og leyfði Kvennablaðinu að deila henni með lesendum.
„Ein furðulegasta auglýsing sem ég hef séð lengi er frá Happdrætti Háskóla Íslands og birtist í blöðum og sjónvarpi þessa dagana. Að því er virðist fullfrískur maður á besta aldri brosir breitt því loksins, loksins hafði hann efni á því að fara til tannlæknis – eftir að hafa unnið stóra vinninginn í happdrættinu.
Það er allt furðulegt við þetta: Er svo dýrt að fara til tannlæknis að það þarf stóran happdrættisvinning til að borga brúsann? Er velferðarkerfið okkar svo veikt að fólk getur ekki látið gera við tennurnar nema vinna í happdrætti fyrst?
Auglýsingin er eins og falleinkunn fyrir velferðarkerfið. Og auglýsingin minnir mann bara á hvað það eru litlar líkur á að vinna í happdrættinu. Fáir vinna en allir þurfa hins vegar reglulega að fara til tannlæknis.“
Ein furðulegasta auglýsing sem ég hef séð lengi er frá Happdrætti Háskóla Íslands og birtist í blöðum og sjónvarpi þessa…
Posted by Sirrý Arnardóttir on Sunday, 14 February 2016
Hér má sjá auglýsinguna umræddu: