Alex Pelling and Lisa Gant frá Bretlandi ákváðu að ganga í hjónaband árið 2011. En þau áttu erfitt með að ákveða hvar brúðkaupið ætti að fara fram svo að þau ákváðu að selja fyrirtæki í eigu Alex og hluta veraldlegra eigna sinni til að fjármagna ferðalag um heiminn. En þetta var ekki bara venjuleg heimsreisa heldur ákváðu þau að láta gefa sig saman á sem flestum og ólíkustum stöðum meðan á ferðalaginu stóð. Þau ferðuðust á 27 ára gömlum húsbíl til 50 landa og létu gefa sig saman 52 sinnum við ólíklegustu aðstæður.
Þau voru gefin saman af prestum, rabbínum, andalæknum og særingamönnum og nutu þess að kynna sér ólíkar hefðir á hverjum stað. Hér má sjá brot af þeim myndum sem teknar voru á þessu tveggja ára langa giftingarferðalagi. Á fyrstu mynd eru þau stödd í Litháen en þar voru þau gefin saman að heiðnum sið.