Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Plata mánaðarins – DAVID BOWIE – ALADDIN SANE – 1973

$
0
0

KRISTJÁN FRÍMANN skrifar um hljómplötur:

Ég heyrði fyrst í Bowie (Báví) árið 1969 þegar lag með honum var spilað á bresku sjóræningjastöðinni „Radio Caroline“ í tengslum við geimskot Bandaríkjamanna til tunglsins þá um sumarið. Lagið hét „Space Oddity“ og ég tengdi það beint við framtíðarmynd Stanley Kubric; 2001: a space odyssey sem þá var alveg ný, en hún kom þó ekki hingað í bíó fyrr en 1972 og var sýnd í Gamla bíói. Þessa plötu varð ég að fá og fór á stúfana en í plötubúðunum kannaðist enginn við David Bowie og þar við sat.

Sama haust byrjaði ég í Myndlista- og handíðaskólanum og lífið tók nýja stefnu. Loksins var maður kominn í þennan „heim“ listrænna gilda sem ég hafði þráð svo lengi. Á rauðvínskvöldum í skólanum urðu heimspekilegar umræður um stefnur og strauma bæði gefandi og letjandi en alltaf var samt gaman. Kennararnir frábærir listamenn sem bjuggu yfir víðtækri reynslu sem þeir miðluðu okkur nemendum af alúð og gleði. Haustferðir með Birni Th. Björnsyni listfræðingi til Þingvalla eru ógleymanlegar sem og kennslan í listasögu. Tíminn leið og um haustið 1972 á þriðja ári í MHÍ fór ég ásamt nokkrum félögum á diskóstaðinn Óðal við Austurvöll sem þá var orðinn nokkuð „inn“ fyrir gott val á tónlist. Óðal var einn af fyrstu skemmtistöðunum þar sem tónlist var eingöngu spiluð af plötum og þeir sem sáu um spilverkið voru kallaðir diskótekarar eftir hinum ensku „disk jockey“ eða DJ.

Þegar við komum í gættina var tónlistin sem tók á móti okkur kunnugleg en ég kom henni þó ekki fyrir mig. Platan rúllaði áfram og ég sneri mér að glaðlegri stelpu á leiðinni upp og spurði hver væri á fóninum. Hún leit á mig með þjósti og svaraði; „Ziggy Stardust“. Ég hváði, hvað er það? „Nú náttúrlega David Bowie, you moron“. Ég roðnaði niður í tær og flýti mér upp á næstu hæð á barinn.

„Don’t fake it baby
Lay the real thing on me
The church of Man love
It’s such a holy place to be.
Make me baby
Make me know you really care,
Make me jump into the air.“

Eftir helgina fór ég í Fálkann og viti menn, platan Ziggy Stardust var til og hún var mér sem opinberun. Ég –þessi „eilíen“ var kominn heim. Ég tók plötuna með mér í skólann daginn eftir til að sýna félögunum herlegheitin en fékk dræmar undirtektir og var um tíma litinn hornauga fyrir áhuga minn á óæðri listum, glimmeri og „discó“ drasli.

Mynd af mynd

Afmynd

Ásjóna manns

Á þessum tíma, árið 1972 var ekkert net, engar tölvur, takmarkað sjónvarp og útvarp, fá dagblöð og tímarit um málefni líðandi stundar og hingað til lands komu plötur seint og kvikmyndir seinna. Það var eins og landið væri í einhvers konar sóttkví frá dægurmenningu en sú æðri blómstraði.

Eftir að vera búinn að spila Ziggy bókstaflega í gegn, vildi ég vita meira um hann Bowie. Í Fálkanum, Laugavegi 24, hitti ég Önnu vinkonu mína sem vann þar við afgreiðslu. Hún fletti upp fyrir mig í pöntunarlistum sem bárust Fálkanum og fann þar David Bowie sem var búinn að gefa út fjórar plötur á undan Ziggy. Anna lofaði að panta þær fyrir mig og tíminn leið.

En hver var þessi Bowie sem virkaði eins og vera úr öðrum heimi en samt eitthvað svo eðlilegur og blátt áfram?

„One day
Though it might as well be someday
You and I will rise up all the way
All because of what you are
The prettiest star“

Ég gerðist áskrifandi að breska músikblaðinu „Melody Maker“ og hjólin fóru að snúast. Ekkert skrýtið þótt Bowie væri ekki þekkt nafn á Íslandi, nánast hvergi var minnst á fyrstu tvær plöturnar, lítið um þá þriðju og fjórða platan þótti skrýtin. Þarna rak mig í rogastans, hann var í slagtogi með Andy Warhol. Minn maður, takk!

„Und Haute“

Nú, þegar allur heimurinn er hjá manni inni í stofu, í tölvunni og úti um allan bæ, er lítið mál að viðra sig í upplýsingum og skoða heiminn í hnotskurn. Þegar David Bowie (1947–2016), lést 10. janúar síðastliðinn úr krabbameini í lifur eins og kunningi minn, Jóhann G. Jóhannsson (1947–2013) árið 2013, setti mig hljóðan.

Ég hugsaði um Jóhann þegar ég heimsótti hann á líknardeildina tveim dögum áður en hann fór og ég skildi Bowie. Sá skilningur var líkur þeim þegar ég fattaði 1972 að Bowie var ekki bara góður tónlistarmaður, hann var skapandi einstaklingur með ríka réttlætiskennd og næmi fyrir umhverfinu líkt og Jóhann. Báðir höfðu hugsun sem var í senn jarðbundin og skýjum ofar, hugsun sem var abstrakt, frjó og stöðug í núinu.

„Jung the foreman prayed at work
That neither hands nor limbs would burst
It’s hard enough to keep formation
Amid this fall-out saturation
Cursing at the Astronette
That stands in steel by his cabinet
He is crashing out with Sylvian
The Bureau Supply for ageing men
With snorting head he gazes to the shore
Where once had raged a sea that raged no more
Like the video films we saw“

Maður á göngu.

Maður á göngu.

Venjulegur guð

Að skilja líf ofurstjörnu og tilveru, er að skoða manninn bak við grímuna. Davið Bowie virðist hafa frá unga aldri lært að bregðast við skringilegu atferli innan fjölskyldunnar með leikrænum hætti og aðlagast aðstæðum með því að bregða sér í hlutverk sem hæfðu augnablikinu. Seinna komu þessir meðfæddu leikhæfileikar sér vel þegar poppstjarnan Ziggy Stardust varð til og lagði heiminn að fótum sér.

„As an adolescent, I was painfully shy, withdrawn. I didn’t really have the nerve to sing my songs on stage, and nobody else was doing them. I decided to do them in disguise so that I didn’t have to actually go through the humiliation of going on stage and being myself. I continued designing characters with their own complete personalities and environments. I put them into interviews with me! Rather than be me — which must be incredibly boring to anyone — I’d take Ziggy in, or Aladdin Sane or The Thin White Duke. It was a very strange thing to do.”- David Bowie

Og þannig urðu plöturnar frá og með Ziggy Stardust, dagbækur hans sjálfs af eigin lífi, ferðum og uppákomum. Leikrit um tilveruna og fólkið sem hann hitti. Myndir af persónunni David Bowie, manninum sem féll til jarðar.

Eitt aðalsmerkja Bowie var hæfileikinn til að skipta stöðugt um ham, birtast sem sérstök persóna, framkvæma ákveðið verk og hverfa svo. Birtast á ný sem önnur persóna, koma, vera og fara, nákæmlega eins og leikari á sviði í leikhúsi nema sviðið var allur heimurinn og leikhúsið öll tilveran.

„She’ll come, she’ll go
She’ll lay belief on you
Skin sweet with musky oil
The lady from another grinning soul“

04-ALADDIN_SANE-DAVID_BOWIE-688x451

Geðklofi

Hver er ég?

Með sjöttu plötunni, „Aladdin Sane“, sem kom út tæpu ári á eftir Ziggy Stardust, er Bowie búinn að setja upp nýja grímu. Nýr maður er mættur á svæðið og í tíu lögum lýsir hann einkalífi sínu og fjölskylduháttum undir rós. Þá rós kallaði Bowie „Ziggy goes to America“ vegna hrifningar sinnar á Ameríku en líkt og í góðum leikritum er það undirtextinn sem er kjötið á beinunum. Lögin og textana samdi hann á tónleikaferðum sínum um Bandaríkin 1972 með Ziggy Stardust sem fór algerlega í vaskinn og skildi eftir sig vanlíðan og þunglyndi. Nafn plötunnar, „Aladdin Sane“ eða „A Ladd Insane“, er bein tilvísun í líf bróður hans Terry, sem glímdi allt sitt líf við geðveiki á háu stigi, og sem Bowie var ætíð hræddur um að gripi í skottið á honum einhvern daginn og drægi hann til sín, inn í heim geðklofasýkinnar.

Aladdin Sane

Watching him dash away, swinging an old bouquet – dead roses
Sake and strange divine Uh-h-h-uh-h-uh you’ll make it
Passionate bright young things, takes him away to war – don’t fake it
Sadden glissando strings
Uh-h-h-uh-h-uh – you’ll make it

Who’ll love Aladdin Sane
Battle cries and champagne just in time for sunrise
Who’ll love Aladdin Sane

Motor sensational, Paris or maybe hell – I’m waiting
Clutches of sad remains
Waits for Aladdin Sane – you’ll make it

Who’ll love Aladdin Sane
Millions weep a fountain, just in case of sunrise
Who’ll love Aladdin Sane

We’ll love Aladdin Sane
Love Aladdin Sane

Who’ll love Aladdin Sane
Millions weep a fountain, just in case of sunrise
Who’ll love Aladdin Sane

We’ll love Aladdin Sane
We’ll love Aladdin Sane

Songwriters: BOWIE, DAVID
Aladdin Sane lyrics © EMI Music Publishing, BMG RIGHTS MANAGEMENT US, LLC, TINTORETTO MUSIC

Aladdin Sane

Aladdin Sane

Platan
Hlið A

1. „Watch That Man“ 4:30
2. „Aladdin Sane (1913-1938-197?)“ 5:06
3. „Drive-In Saturday“ 4:33
4. „Panic in Detroit“ 4:25
5. „Cracked Actor“ 3:01

Hlið B

6. „Time“ 5:15
7. „The Prettiest Star“ 3:31
8. „Let’s Spend the Night Together“ (Mick Jagger, Keith Richards) 3:10
9. „The Jean Genie“ 4:07
10. „Lady Grinning Soul“ 3:54

Hljómsveitin:
David Bowie – guitar, harmonica, saxophone, vocals
Mick Ronson – guitar, piano, vocals
Trevor Bolder – bass guitar
Mick „Woody“ Woodmansey – drums

Aðrir hljóðfæraleikarar:
Mike Garson – piano, synthesizers
Ken Fordham – saxophone, flutes
Brian „Bux“ Wilshaw – saxophone, flutes
Juanita „Honey“ Franklin – backing vocals
Linda Lewis – backing vocals
G.A. MacCormack – backing vocals

Framleiðslu teymið:
David Bowie – producer, arrangements
Ken Scott – producer, engineer
Mick Moran – engineer
Mick Ronson – arrangements

Öll lög og texta samdi David Bowie nema lagið „Let’s Spend the Night Together“ sem er „cover“ af lagi Rolling Stones.

Platan „Aladdin Sane“ seldist í 4,6 milljónum eintaka árið 1973 og sló út „Ziggy Stardust“ í sölu. Hún fór í fyrsta sæti á breska listanum og í 17 sæti á Billboard-listanum ameríska.

Fyrsta útgáfa var hefðbundin einföld plata í hulstri ásamt fylgiblaði með textum.

Önnur útgáfa var öllu veglegri að hluta. Svokallað „Gatefold“, opnanlegt umslag með mynd af Bowie í fullri stærð í opnunni. Sú útgáfa var takmörkuð við 5.000 eintök og í stað fylgiblaðs var sérstakt harðspjalda umslag um plötuna með textunum á og eldingunni. Eintak númer 5.001 og upp úr var gamla venjulega einfalda útgáfan.

Í dag er platan á listanum yfir 500 bestu plötur rokksögunnar.

Nýlega var hún endurútgefin á 180 gramma vínyl og í vönduðum umbúðum (sjá Tenglasíðu).

A lad insane

A lad insane

Umslagið

Þegar byrjað var að spá í umbúðirnar um plötuna, óraði engan fyrir því að myndin sem varð andlit hennar ætti eftir að verða eitt sterkasta tákn rokksögunnar og aðaleinkenni Bowie.

Hugmynd Bowie var að sýna hann með klofið sjálf, líkt og bróðir hans Terry mátti búa við. Bowie sá fyrir sér eldingu sem klyfi höfuð hans og sú hugmynd leiddi af sér sminkaða eldingu á andliti Bowie. Grafíski hönnuðurinn Celia Philo sá um útfærsluna og hún fékk til liðs við sig sminkarann Pierre Laroche og ljósmyndarann Brian Duffy í verkið.

„The photographic shoot for the cover of Aladdin Sane, David Bowie’s 1973 album, happened like magic. I always say its success was the result of a lucky collaboration of people who worked together just once, but created something truly special.“ – Celia Philo

Ákveðið var að hafa Bowie nakinn og fölan á hörund sem tákn sakleysis, til að sýna hversu brothættur og berskjaldaður hann var í raun. Þegar Duffy vann myndina til prentunar bætti hann við tári sem hafði fallið af hvarmi ofan við vinstra viðbein brjálaða drengsins.

Tímans vél

Tímans vél

Tíminn líður trúðu mér
Ef eitthvað er öruggt í þessum heimi, þá er það vitneskjan um að fyrirbærið tími eða líðandi er eitthvað sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Og ef eitthvað er alveg öruggt í þessum heimi, þá er það sú staðreynd að tíminn, þessi líðandi, eirir engu en eyðir öllu, jafnvel ryði og möl. Lagið „Time“ sem er sjötta lag plötunnar og fyrsta lag á B-hlið er vel ortur óður um tímann eins og hann birtist rokkstjörnunni David Bowie.

Time

Time- He’s waiting in the wings
He speaks of senseless things
His script is you and me boy
Time- He flexes like a whore
Falls wanking to the floor
His trick is you and me boy
Time- In Quaaludes and red wine
Demanding Billy Dolls
And other friends of mine
Take your time

The sniper in the brain regurgitating drain
Incestuous and vain
And many other last names
Oh well I look at my watch
It says 9:25 and I think
‘Oh God, I’m still alive’

We should be on by now
We should be on by now

You-Are not a victim
You-Just scream with boredom
You- Are not evicting time

Chimes- Goddamn you’re looking old
You’ll freeze and catch a cold
‘Cause you’ve left your coat behind
Take your time

Breaking up is hard
But keeping dark is hateful
I had so many dreams
I had so many breakthroughs
But you my love were kind
But love has left you dreamless
The door to dreams was closed
Your park was real greenless
Perhaps you’re smiling now
Smiling through this darkness
But all I have to give
Is guilt for dreaming

We should be on by now
We should be on by now

Bowie er

Bowie er

Handan raunveruleikans
Nú er maðurinn David Bowie dáinn, farinn, horfinn en sögnin lifir, vex og dafnar. Plöturnar seljast sem aldrei fyrr og platan „Blackstar“ sem kom út við dauða Bowie og er hans svanasöngur fór rakleiðis í fyrsta sæti á Billboard-listanum vestanhafs. Bowie mun lifa sjálfan sig og verða sonur eilífðarinnar líkt og Aknaton hinn egypski.
„I don’t know where I’m going from here, but I promise it won’t be boring.“ -David Bowie
Bowie gaf okkur jarðarbúum meira en við skynjum og gerum okkur grein fyrir hér og nú. Tíminn er sú eina birtingarmynd sem mun höndla David Bowie.

„Tomorrow belongs to those who can hear it coming.“ -David Bowie

Lady Grinning Soul
She’ll come, she’ll go
She’ll lay belief on you
Skin sweet with musky oil
The lady from another grinning soul

Cologne she’ll wear
Silver and America road

She’ll drive a Beetle car
And beat you down at cool Canasta

And when the clothes are strewn
Don’t be afraid of the room
Touch the fullness of her breast
Feel the love of her caress
She will be your living end
She’ll come, she’ll go
She’ll lay belief on you
But she won’t stake her life on you
How can life become a point of view?

And when the clothes are strewn
Don’t be afraid of the room
Touch the fullness of her breast
Feel the love of her caress
She will be your living end

Bowie og píanóleikarinn

Bowie og píanómaðurinn

Píanómaðurinn og Bowie

Bandaríski jass- og avant-garde píanistinn Mike Garson hefur víða komið við á löngum ferli, leikið inn á plötur og spilað á tónleikum með ýmsum listamönnum eins og hljómsveitinni Nine Inch Nails og The Smashing Pumpkins. Þegar Bowie var að undirbúa tónleikaferð sína um Ameríku með Ziggy Stardust reyndi hann að fá píanóleikarann Annette Peacock með sér sem undirleikara en hún var upptekin og benti Bowie á að spjalla við vin sinn, Mike Garson. Það spjall leiddi af sér langt og farsælt samstarf.

David Bowie um Mike Garson:

„It is pointless to talk about his ability as a pianist. He is exceptional. However, there are very, very few musicians, let alone pianists, who naturally understand the movement and free thinking necessary to hurl themselves into experimental or traditional areas of music, sometimes, ironically, at the same time. Mike does this with such enthusiasm that it makes my heart glad just to be in the same room with him.“

Mike Garson um David Bowie:

„I had told Bowie about the avant-garde thing. When I was recording the “Aladdin Sane” track for Bowie, it was just two chords, an A and a G chord, and the band was playing very simple English rock and roll. And Bowie said: ‘play a solo on this’. I had just met him, so I played a blues solo, but then he said: ‘No, that’s not what I want’. And then I played a Latin solo. Again, Bowie said: ‘No, no, that’s not what I want’. He then continued: “You told me you play that avant-garde music. Play that stuff!’ And I said: ‘Are you sure? Because you might not be working anymore!’…So I did the solo that everybody knows today, in one take. And to this day, I still receive emails about it. Every day. I always tell people that Bowie is the best producer I ever met, because he lets me do my thing.“

Tenging við himinn og jörð

Tenging við himinn og jörð

Tenglar:

Aladdin Sane:

01 – Watch That Man – https://www.youtube.com/watch?v=c06j8hbBquE
02 – Aladdin Sane (1913-1938-197?) – https://www.youtube.com/watch?v=g3xkER65YpI
03 – Drive-In Saturday – https://www.youtube.com/watch?v=zGcLw_bkh9U
04 – Panic in Detroit – https://www.youtube.com/watch?v=W5AQMSt_P3g
05 – Cracked Actor – https://www.youtube.com/watch?v=_F58mGsRr8o
06 – Time – https://www.youtube.com/watch?v=fEWhOSmrj6Y
07 – The Prettiest Star – https://www.youtube.com/watch?v=j062oRWQNI4
08 – Let’s Spend the Night Together – https://www.youtube.com/watch?v=fNkf4TS_MMw
09 – Jean Genie – https://www.youtube.com/watch?v=8arYqnp8tRE
10 – Lady Grinning Soul – https://www.youtube.com/watch?v=AX8Rm0HFm3s

Platan – https://www.youtube.com/watch?v=G1loH-YvTDY&list=PL125625D8C8B90810

Plaggat fyrir tónleikaför 1973 – https://www.youtube.com/watch?v=nGJARgS2Cl0

Áhugaverð hönnun – https://interestingdesign.wordpress.com/design/creative-review/

Ljósmyndarinn Duffy um Bowie – http://mastersofmedia.hum.uva.nl/2013/10/05/duffy-on-bowie-foam/

Mike Garson: The Bovie Variations – Space Oddity – https://soundcloud.com/reference-recordings/mike-garson-the-bowie

Sígildar plötur – Aladdin Sane – http://www.clashmusic.com/feature/classic-album-david-bowie-aladdin-sane

Konsept plata – http://hubpages.com/entertainment/Concept-Album-Corner-Aladdin-Sane-by-David-Bowie

Cracked Actor: A Film About David Bowie – https://www.youtube.com/watch?v=FsPVrsZcbZU

Ný útgáfa af plötunni – http://www.amazon.com/Aladdin-Sane-180-Gram-Vinyl/dp/B01AJZ8EBM

David Bowie- Aladdin Sane (Live at Lorelei 6-22-96) – https://www.youtube.com/watch?v=xpba4WCBOC0

Mike Garson – http://www.davidbowie.com/news/mike-garson-biography-due-december-53866

Mike Garson: The Untold Story Of Bowie’s Piano Man – http://sabotagetimes.com/music/mike-garson-the-untold-story-of-bowies-piano-man

Mike Garson; Tileinkað David – http://www.mikegarson.com/

Mike Garson; The Bowie Variations – http://www.amazon.com/Bowie-Variations-Mike-Garson/dp/B00547U5AY

BRIT-verðlaunin 2016 – Tileinkun – https://www.youtube.com/watch?v=_TWwMqiGlCQ

11-ALADDIN_SANE-DAVID_BOWIE-688x451


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283