Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2015-2016 – Getur þú leyst dæmið?

$
0
0

Laugardaginn 5. mars fór fram seinni hluti Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2015-2016. Til keppni mættu þrjátíu og fjórir nemendur, og fór Hjalti Þór Ísleifsson, Menntaskólanum í Reykjavík, með sigur af hólmi. Náði hann 54 stigum af 60, en í öðru til þriðja sæti með 50 stig voru þeir Atli Fannar Franklín MA og Dagur Tómas Ásgeirsson MR.

Í efstu 17 sætunum voru eftirtaldir nemendur:

1. sæti Hjalti Þór Ísleifsson MR, 2.-3. sæti Dagur Tómas Ásgeirsson MR og Atli Fannar Franklín MA, 4.-5. æti Álfheiður Edda Sigurðardóttir MR og Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson MA, 6. sæti Hannes Kristinn Árnason MR, 7. sæti Matthías B. Harksen MR, 8. sæti Elvar Wang Atlason MR, 9.-10. sæti Guðjón Helgi Auðunsson og Aðalbjörg Egilsdóttir MR, 11. sæti Katrín Unnur Ólafsdóttir MR, 12. sæti Martha Guðrún Bjarnadóttir MR, 13.-14. sæti Magnús Konráð Sigurðsson MR og Sindri Unnsteinsson MA, 15. sæti Breki Pálsson MR, 16. sæti Þorsteinn Hálfdánarson MR, 17. sæti Ármann Pétursson MR.

Nemendur í sautján efstu sætunum munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni þann 5. apríl næstkomandi. Um fjóra af sex efstu keppendum í úrslitakeppninni í ár gildir því miður að þeir verða orðnir tvítugir áður en Ólympíukeppni í stærðfræði í Hong Kong hefst í sumar. Hefði Hjalti Þór til dæmis fæðst 53 mínútum fyrr þá hefði hann fengið þátttökurétt. Fjórum nemendum var boðið sæti í liði Íslands og eru það þau Atli Fannar Franklín, Álfheiður Edda Sigurðardóttir, Matthías Baldursson Harksen og Elvar Wang Atlason. Alls fara 6 keppendur utan fyrir Íslands hönd og það hverjum bjóðast hin tvö sætin mun ráðast í Norrænu stærðfræðikeppninni þann 5. apríl í vor.

Úrslit voru tilkynnt í verðlaunahófi í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 6. mars. Þar voru keppendur og aðstandendur þeirra boðin velkomin, umsjónarmenn keppninnar fóru yfir stærðfræðikeppnisárið og það sem er framundan og viðurkenningar voru afhentar, en þrír efstu keppendur hlutu auk þess peningaverðlaun.

Í forkeppninni í ár tóku tæplega fjögur hundruð nemendur víðs vegar af landinu þátt, en þeim rúmlega fjörutíu sem bestum árangri náðu þá var boðið til leiks í úrslitum. Hafa þeir nemendur fengið send æfingardæmi í vetur, til undirbúnings fyrir úrslitarimmuna.

Lokakeppnin samanstóð af sex verkefnum sem nemendur fengu fjóra tíma til að glíma við. Bestum árangri náðu þau í dæmi 1 og 3 en dæmi 3 hljómaði svona:

„Á fremsta bekk í bíósal eru 10 sæti fullskipuð. Allir fara fram í hléi og eftir hlé gildir að annað hvort sest fólk í sitt fyrra sæti eða í sæti við hlið síns fyrra sætis. Á hve marga vegu getur fólkið á fremsta bekk sest í sæti eftir hlé?“ Vitanlega þurfti rökstuðningur að fylgja svarinu.

Screen Shot 2016-03-06 at 22.08.59

Myndskýringar:

DSC_1294.JPG

Nokkur þeirra 17 nemenda sem taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni í ár: Guðjón Helgi Auðunsson, Þorsteinn Hálfdánarson, Matthías Baldursson Harksen, Dagur Tómas Ásgeirsson, Álfheiður Edda Sigurðardóttir, Martha Guðrún Bjarnadóttir, Sindri Unnsteinsson, Atli Fannar Franklín, Elvar Wang Atlason, Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson og Hjalti Þór Ísleifsson.

DSC_1296.JPG

Þeim sem hefur verið boðið sæti í 6 manna liði Íslands á Ólympíuleikum í stærðfræði í Hong Kong í sumar ásamt öðrum úr efstu sætum Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema : Dagur Tómas, Matthías, Álfheiður Edda, Atli Fannar, Elvar, Hjalti Þór og Jóhann Ólafur.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283