Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Íslenskt garn til Texas

$
0
0

Heimildarmyndin Garn eða YARN eins og hún er kölluð á ensku verður frumsýnd í Bandaríkjunum á hinni frægu hátíð SXSW (South by Southwest) í Austin Texas þann 12.mars næstkomandi. Myndin var heimsfrumsýnd á hinni virtu Gautaborgarhátíð í Svíþjóð nú í febrúar. Hér má sjá stiklu úr myndinni:

YARN Trailer from Spier Films on Vimeo.

Framleiðendur myndarinnar Þórður Jónsson og Heather Millard frá Compass Films hafa nýverið skrifað undir samning um dreifingu myndarinnar í Bandaríkjunum, margir dreifingaraðilar þar ytra höfðu áhuga á að taka myndina að sér m.a hið risavaxna Weinstein Company. Mjög sjaldgæft er að íslenskar heimildarmyndir fari í dreifingu í Bandaríkjunum og verður það að teljast mikill heiður fyrir Compass Films að svo stór dreifingarfyritæki óski eftir að taka myndina að sér.

YARN verður sýnd á kvikmyndahátíðum, kvikmyndahúsum og verður einnig á stafrænum dreifiveitum og í skólakerfið sem fræðsluefni. YARN verður gefin út á DVD í haust fyrir þakkagjörðarhátíð og jól í Bandaríkjunum.

Elizabeth Sheldon framkvæmdastjóri BOND/360 segir:

„Ásamt því að sýna einstaka listamenn beinir myndin einnig sjónum okkar að hvernig handverk kvenna og kvennkyns listamönnum hafi verið ýtti til hliðar í gegnum tíðina og ekki fengið þá virðingu sem skildi.“

Framleiðendur myndarinnar verða viðstaddir frumsýningu YARN á SXSW í Austin Texas  síðar í vikunni.

“Við höfum verið í sambandi við hóp af “yarnbomerum” í Texas sem ætla að hjálpa okkur að skreyta borgina, þau verið að hekla, prjóna og sauma út til að skapa skemmtilegt andrúmsloft fyrir frumsýninguna. Við mætum með 150 prjónaða ullarborða með nafni myndarinnar sem voru prjónaðir á Íslandi. Það er sérstakt að mæta með fulla tösku af ull þegar maður kemur úr frosti í 30 stiga hita og sól!, þetta verður einstök upplifun.” Segir Þórður Jónsson.

Söguþráður

Hópur af alþjóðlegum listamönnum hefur skapað nýja bylgju nútímalistar. Þau umbreyta hefðbundnu handverki, hekil og prjónaskap. Ferðlag þessarar einstöku myndar byrjar á Íslandi sem leiðir okkur áfram í undraheim garnsins þar sem vægast sagt óhefðbundnir listamenn ferðast með okkur um allan heim til að koma á fræmfæri sínum skilaboðum.

Sænski sirkusinn Cirkus Cirkör sínir okkur hvernig garnið getur verið myndlíking fyrir lífið, hvernig við erum í sífelldri leit og hvort við getum í raun prjónað heimsfrið? Pólska listakonan Olek þekur heila lest í Póllandi til heiðurs pólskrar ljóðlistar áður en hún tekst á við hinn karllæga listaheim í skilaboðum sem koma skýrt fram í verkum hennar í Berlín. Í Hawaii sendir Olek hafmeyju af stað í undirdjúpin til að vekja athygli á stöðu heimshafanna. Feministinn og ullargraffarinn Tinna saumar og heklar varfærin skilaboð með sterkum undirtón í hefðbundin verk og setur þau upp á óvenjulegum stöðum um heim allan og kemur þannig áfram skilaboðum sínum um jafnrétti, frið og pólitík.

Í Japan og Kanada hittum við Toshiko sem heklar gríðarleg leiksvæði til að hjálpa börnum að þróa heilbrigðara og hamingjusamara lífi í gegnum leika með garni. Þessir alþjóðlegu listamenn taka okkur með í ferðalag um heiminnn þar sem þeir breiða út sinn boðskap með garni og sýna okkur að í raun erum við öll tengd í gegnum garnið.

Aðstandendur og starfslið

Leikstjórn: Una Lorenzen, Heather Millard, Þórður Bragi Jónsson

Handrit: Krishan Arora, Barbara Kingsolver

Stjórn kvikmyndatöku: Iga Mikler

Klipping: Þórunn Hafstað

Tónlist: Örn Eldjárn, Samuel „LoopTok“ Andersson

Framleiðandi: Heather Millard, Þórður Bragi Jónsson

 

 

 

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283