Háskólamenntaðir án atvinnu – vannýttur auður er yfirskrifts málþings sem haldið verður á Fosshótel Reykjavík (Gullfoss), Þórunnartún 1, á morgun föstudaginn 18. mars 2016.
Málþingið er haldið á vegum ReykjavíkurAkademíunnar og fimm stéttarfélaga innan BHM: Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félags íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarðs, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélags lögfræðinga.
Málþinginu er ætlað að vekja athygli á hlutfallslega auknu atvinnuleysi háskólamenntaðra á Íslandi og hvetja til umræðu á breiðum fræðilegum grunni um hugsanlegar ástæður vandans og atvinnustefnu í landinu almennt. Háskólamenntaðir án atvinnu er breiður hópur fólks, s.s. fólk sem misst hefur vinnuna, sem aldrei hefur fengið starf við hæfi, sem hefur verið stopult á vinnumarkaði, til að mynda sjálfstætt starfandi lista- og fræðimenn og háskólamenntaðir öryrkjar.
Hér er dagskráin:
8:45 Húsið opnar
9:05 Sesselja G. Magnúsdóttir, framkvæmdastýra ReykjavíkurAkademíunnar setur málþingið
9:10 Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands heldur opnunarerindi
9:20 Dr. Toumas Auvinen, deildarforseti Sibelius Academy, University of the Arts, Helsinki
10.00 Kaffihlé
10:15 Dr. Katrín Ólafsdóttir, lektor við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
11:00 Karl Sigurðsson, sviðstjóri hjá Vinnumálastofnun
12:00 Hádegisverður
13:00 – Fjórir 15 mín fyrirlestrar
Hörður Vilberg, forstöðumaður samskipta hjá SA
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarkona og formaður SÍM
Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
14:10 Kaffihlé
14:30 – Tveir 15 mín fyrirlestrar
Dr. Árelía Guðmundsdóttir, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands
15:00 – Pallborð
Fundarstjóri og stjórnandi pallborðs: Dr. Þórólfur G. Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
Aðalfyrirlesarar
LEADING THE YOUNG – New leadership paradigm for the ‘industrialization hangover’.
Dr. Toumas Auvinen, deildarforseti Síbelíusar Akademíunnar við Listaháskólann í Helsinki.
The world of work is changing. The creative class is increasingly important for the success of
organizations as more and more work is being done with innovative brain power in the
industrialized countries. The young generations and digital natives have changing expectations for organizations, and they expect individual leadership in exchange for their commitment. Increasingly the young professionals opt to work outside big organizations and become self-employed or join small start-ups.
The leadership models of the industrial era are becoming obsolete in this ‘industrialization
hangover’ and a new paradigm of leadership is emerging. The models previously employed in the arts sector have a lot to contribute in this change. The ways to balance freedom and control, letting visions emerge rather than dictate them, and ‘leading without leading’ in order to fully engage employees are the way forward. This presentation explores these topics and proposes a new way of leading the creative class and the innovative young generations.
Háskólamenntaðir á vinnumarkaði
Dr. Katrín Ólafsdóttir, lektor við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
Fjöldi háskólamenntaðra á Íslandi hefur aukist til muna síðustu ár og áratugi. Því er ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hver er ávinningurinn með háskólanámi. Í hagfræðinni er ávinningur náms oft metinn út frá kenningum um mannauð. Í erindi mínu fjalla ég um kenninguna um mannauð og aðrar tengdar kenningar og hvernig fjárfesting í mannauði skilar sér á vinnumarkaðinn. Ég skoða fjölda einstaklinga sem hafa útskrifast úr háskóla síðustu ár eftir greinum, kyni og aldri og tengi við fjölda háskólamenntaðra einstaklinga sem eru atvinnulausir eða utan vinnumarkaðar. Einnig skoða ég erlendan samanburð. Að lokum horfi ég fram á veginn og fjalla um ný störf á vinnumarkaði og hvernig búast má við að vinnumarkaðurinn mæti meira framboði á háskólamenntuðum starfsmönnum.
Hvernig nýtist háskólamenntun á vinnumarkaði?
Karl Sigurðsson, Vinnumálastofnun
Í erindinu verður fjallað um samspil menntunar og hæfni fólks og starfsvettvangs. Farið verður yfir þær miklu breytingar sem orðið hafa á vinnumarkaði síðustu áratugi þar sem háskólamenntuðum hefur fjölgað mikið og miklar breytingar hafa orðið á tegundum starfa og atvinnugreinastrúktúr. Horft verður til næstu 15 ára og reynt að leggja mat á líklega þróun á vinnumarkaði og stöðu háskólamenntaðra um 2030. Þetta verður skoðað í alþjóðlegu samhengi, einkum verður horft til nágrannaríkja okkur í Evrópu.
Sem innlegg í umræðu um hvort háskólamenntun sé vannýttur auður verður atvinnuleysi háskólamenntaðra greint og kafað dýpra í hver staða mismunandi hópa háskólamenntaðra á vinnumarkaði sé. Atvinnuleysi er þó aðeins ein birtingarmynd þess að menntun og hæfni sé vannýtt, önnur hlið á þeim peningi sem einnig verður velt upp er hvort háskólamenntaðir séu í einhverjum mæli í störfum sem ekki krefjast háskólamenntunar. Skoðuð verður staða kynja hvað þetta varðar, staða útlendinga og annarra bakgrunnshópa.
15 mínútna erindi
Er til verðmiði á menntun?
Hörður Vilberg forstöðumaður samskipta hjá SA.
Öll erum við sammála um mikilvægi menntunar í nútímasamfélagi. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi verkfræðinga, lækna, lögfræðinga, sálfræðinga, kennara, viðskiptafræðinga og svo mætti áfram telja. En í umræðu um að menntun verði að meta til launa vaknar sú spurning hvort til sé einhlítur verðmælikvarði á menntun. Eru allar BA/BS gráður jafngildar? Meistaranám og doktorsgráða. Gildir einu í hvaða greinum? Er reynsla metin að verðleikum? Er hún minna virði en formleg menntun? Leitast er við að svara þessum spurningum og hvort hægt sé að setja reglustikuna á verðmæti menntunar eða hvort réttara sé að leyfa lögmálum framboðs og eftirspurnar að ráða för.
Öryrkjar og vinnusamningar – áskoranir og hindranir.
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins
Fjallað verður um vinnusamninga öryrkja sem vistaðir hafa verið hjá Tryggingastofnun ríkisins en hafa nú færst á hendur Vinnumálastofnunar. Þá verður fjallað um mikilvægi þess að þeir öryrkjar sem eru á vinnusamningum fái laun í takt við menntun sína.
Við borgum myndlistarmönnum.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarkona og formaður SÍM.
Herferðin „VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM” hófst 20 nóvember 2015. Tilgangur hennar er að efla starfsvettvang myndlistarinnar og bæta kjör og stöðu myndlistarmanna. Það er undantekning meðal annarra listgreina, að listamenn með reynslu og sérþekkingu á sínu sviði fái ekki greitt fyrir vinnuframlag sitt. Það er því eðlileg krafa að myndlistarmenn séu metnir að verðleikum á sama hátt og aðrir listamenn.
Þungamiðja herferðarinnar er drög að samningi um þátttöku og framlag listamanna til sýningahalds. Drögin geta orðið grundvöllur að samningi við öll listasöfn á Íslandi og sýningar í galleríum, sem fjármagnaðar eru af opinberum aðilum, að hluta eða öllu leyti.
Pörun á vinnumarkaði, misræmi milli færnistigs vinnuafls og færniþarfar vinnumarkaðarins.
Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Einstaklingar taka ákvörðun um að fjárfesta í eigin mannauð en hættan getur verið að sú fjárfestingin ávaxti sig ekki að fullu þar sem einstaklingar fá ekki vinnu við hæfi. Þróun atvinnugreina og samfélagsins eru lykilþættir í að greina færniþörf vinnumarkaðarins til þess að hægt sé að tryggja að vinnuaflið sé með færnistigið sem til þarf.
Sveigjanleg vinna – fyrir hvern?
Dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
Framkvæmd vinnunnar hefur breyst á síðustu áratugum, meðal annars með tilkomu upplýsingatækninnar. Starfsfólk er í auknum mæli ráðið á grundvelli verkefna, laun eiga að endurspegla árangur fremur en vinnustundir og vinnan að vera sveigjanleg. Ungu fólki er boðið að vinna kauplaust til að öðlast eftirsótta starfsreynslu. Aukið atvinnuleysi í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 fékk fólk að samþykkja aðstæður sem áður þóttu óásættanlegar. Vaxandi fjöldi fyrirtækja starfar í alþjóðlegu umhverfi og ungt fólk keppir á alþjóðlegum vinnumarkaði. Þeir sem á annað borð fá vinnu upplifa að samningsstaða þeirra er veik. Hvaða áhrif hefur þetta fyrir háskólafólk á Íslandi?
Framtíðarþróun á vinnumarkaði. Er atvinnuöryggi liðin tíð?
Dr. Árelía Guðmundsdóttir, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Í erindinu er fjallað um framtíðarþróun á vinnumarkaði. Ýmsir spá því að atvinnuöryggi og hefðbundin starfsferill, þar sem fólk byrjar hjá einum atvinnurekanda eftir háskólanám og heldur áfram að „vinna sig upp“, sé liðin tíð. Háskólamenntaðir einstaklingar geta gert ráð fyrir að vinna hjá fleiri atvinnurekendum, vera sjálfstæðir og að byggja starfsferil sinn upp á fjölbreyttari máta en áður.
Málþingið er haldið á vegum ReykjavíkurAkademíunnar og fimm stéttarfélaga innan BHM: Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félags íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarðs, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélags lögfræðinga.
Málþinginu er ætlað að vekja athygli á hlutfallslega auknu atvinnuleysi háskólamenntaðra á Íslandi og hvetja til umræðu á breiðum fræðilegum grunni um hugsanlegar ástæður vandans og atvinnustefnu í landinu almennt. Háskólamenntaðir án atvinnu er breiður hópur fólks, s.s. fólk sem misst hefur vinnuna, sem aldrei hefur fengið starf við hæfi, sem hefur verið stopult á vinnumarkaði, til að mynda sjálfstætt starfandi lista- og fræðimenn og háskólamenntaðir öryrkjar.