Vinstri græn samþykktu í morgun ályktun um stöðuna sem upp er komin í samfélaginu og er hún svohljóðandi:
Ríkisstjórn rúin trausti.
Enn á ný bregðast ráðherrar trausti þjóðarinnar.
Í ljósi nýjustu frétta blasir við að óbætanlegur trúnaðarbrestur er kominn upp milli ráðherra og þjóðar, einn af fjölmörgum trúnaðarbrestum á kjörtímabilinu.
Eina leiðin til að byggja á ný traust milli ríkisstjórnar og þjóðar er að núverandi ríkisstjórn skili inn umboði sínu, boðað verði til kosninga og ný ríkisstjórn mynduð.
VG í Reykjavík krefst þess að ríkisstjórnin skili inn umboði sínu og boði til kosninga. Það litla traust sem Alþingi hefur enn er í húfi.
Stjórn VG í Reykjavík
Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG lagði fram eftirfarandi fyrirspurn á Alþingi:
Eftirfarandi svar fékk hún í kjölfarið: