Sturla Jónsson hefur á undanförnum vikum ferðast um landið og safnað meðmælaundirskriftum en hann mun gefa kost á sér til embættis forseta. Í morgun tilkynnti hann á Facebooksíðu sinni að undirskriftirnar væru orðnar 3000 og því væri honum ekki til setunnar boðið með að fara með þær upp í Innanríkisráðuneytið og tilkynna um framboð sitt til embætti forseta Íslands. Við spurðum Sturlu hvar hann hefði komið við á ferð sinni:
Ég var einsamall í 21 dag á ferð minni við að safna rúmlega 3000 undirskriftum. Staðirnir sem ég heimsótti voru Reykjavík, Hafnarfjörður, Reykjanesbær, Hveragerði, Selfoss, Höfn í Hornafirði, Djúpavogur, Breiðdalsvík, Reyðarfjörður, Egilsstaðir, Húsavík, Akureyri, Sauðárkrókur, Ísafjörður og Stykkishólmur. Viðtökurnar voru ótrúlega góðar.
Þá er, gott fólk að fara að skila innþrjúþúsund meðmælendum inn til innanríkisráðuneytisins og tilkynnaframboð til forsetakosninga.
Posted by Sturla Jonsson on Friday, 18 March 2016
Sturla þakkar Skagfirðingum góðar móttökur
Þá er búið að safna undirskriftum í Norðlendingafjórungi að hámarki og eru þá undirskriftirnar samtals orðnar 2900,þ…
Posted by Sturla Jonsson on Monday, 14 March 2016
Á leið til Egilsstaða
Búinn að vera á Reyðarfirði og þá er að renna upp á Egilsstaði.
Posted by Sturla Jonsson on Friday, 11 March 2016
Á Breiðdalsvík
Já skemmtilegur fundur sem ég átti með nokkrum heimamönnum á Breiðdalsvík og þakka ég þeim fyrir fundinn og undirskriftirnar.
Posted by Sturla Jonsson on Friday, 11 March 2016
Í rigningarsudda á leið á Höfn
Svona er veðrið við Þorvaldseyrinúna á leiðinni austur á Höfn.
Posted by Sturla Jonsson on Thursday, 10 March 2016
Í upphafi ferðar
Góðan daginn, þá er það að fara að undirbúa hringferðina og yfirfara bremsur og annað í Toyotuni fyrir morgundaginn.
Posted by Sturla Jonsson on Wednesday, 9 March 2016