Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Páskatertan hennar Sollu

$
0
0

Solla deilir hér með okkur girnilegri páskatertu!

Screen Shot 2016-03-26 at 11.35.39

Hér er á ferðinni dásamleg sítrus-páskaterta sem sómir sér vel á veisluborðinu um hátíðina, enda páskagul á lit. Tertan geymist mjög vel í frysti og best er að láta hana standa aðeins við stofuhita og mýkjast upp áður en hún er borin fram.

paskatertan

Páskatertan

Súkkulaði botn
100 g kókosmjöl
100 g hnetur eða möndlur
30 g hreint kakóduft
250 g döðlur
smá sjávarsalt
-byrjið á að setja hnetur, kókosmjöl, kakóduft og salt í matvinnsluvél og látið blandast saman og hneturnar malast. Bætið döðlunum útí og blandið þar til þetta klístrast vel saman. Ef deigið klístrast ekki saman er gott ráð að bæta 1 msk af vatni eða 1 msk af kókosolíu eða nokkrum döðlum í viðbót út í deigið.

Sítrónu fylling
3 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 1-2 klst
½ dl kókospálmasykur
½ dl hlynsíróp
¾ dl kókosolía, fljótandi
1 dl sítrónusafi
1 msk sítrónuhýði, lífrænt (má sleppa)
2 tsk vanilla
smá sjávarsalt
– allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt og kornlaust

Súkkulaði hjúpur – eða sósa
½ dl kakóduft
¼ dl hlynsíróp
½ dl kókosolía
– sett í skál og hrært saman með gaffli

Þrýstið botninum niður í eitt stórt form, eða mörg muffinsform og hellið sítrónufyllingunni yfir. Hellið svo súkkulaðinu yfir og látið standa í frysti í 3 klst. Einnig er möguleiki að bíða með að hella súkkulaðinu yfir þar til kakan er borin fram. Þá er þetta eins og súkkulaðisósa, sumum finnst sú aðferð betri. Kökurnar geymast best í frysti ef á að bjóða uppá þær seinna. Þá er gott að taka kökurnar úr frystinum tímanlega og leyfa aðeins að mýkjast áður en þið bjóðið uppá þessa dásemd. Njótið!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283