Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

ÞIÐ ERUÐ ÖLL REKIN

$
0
0

Ingunn Mjöll Vilhjálmsdóttir flutti þrumuræðu á Austurvelli í dag:

Upphaflega ætlaði ég að fara með allt aðra tölu hér, en eftir Kastljós þátt gærkvöldsins er ég svo standandi andskotans bit að góðlátlegt grín af æðstu valdamönnum landsins virðist hjákátlegt.

Að hér inni í þessu húsi skuli þetta fólk sitja… og situr enn eftir að hafa margítrekað verið staðið af svívirðilegum lygum í tengslum við aflandsfélög sín geymd í skattaparadísum, sjálfum sér og þjóð sinni til skammar.

Þjóðin sem vart ber uppi samfélagið á sköttum sínum af uppgefinni vinnu og eignum. Þjóðin sem bar ein byrgðar hrunsins, ekki eruð þið hluti af þeirri þjóð með skattaskjól og milljónir sem aldrei koma inní íslensk hagkerfi.

Nei, þið eruð ekki hluti af henni og að hafa samviskuna í að sitja hér inni og þykjast vinna fyrir okkur hin, meðan þið sitjið eins og ormar á gulli í erlendum skattaskjólum.

Skítt með það að þið hafið svikið þjóðina um auðlindaskattinn og gefið vinum ykkar fiskinn sem við öll eigum og skítt með afnám auðlegðaskattsins sem kom sjálfum ykkur fyrir bestu. Þrátt fyrir að líklegast hefði verið hægt að endurreisa heilbrigðiskerfið umtalaða. Það var gjörsamlega siðlaust en það var allavega gert fyrir opnum tjöldum og ekki logið beint uppí geðið á okkur.

Mikið vildi ég að Kastljós þáttur gærkvöldsins og allt sem á undan var gengið hefði verið nóg til þess að þið mynduð dauðskammast ykkar svo að þið hirtuð pokann ykkar, kæmuð ykkur út og bæðuð þjóðina afsökunar. En það er ljóst úr því að þið hafið ekki sagt af ykkur nú þegar og beðið sjálf um að þing væri rofið þá er jafn vita vonlaust að tala við ykkur eins og 4 ára börn í frekjukasti.

Því eins og 4 ára börn þá eru helstu röksemdarfærslurnar – að ekkert er ykkur að kenna og einhver annar gerði það líka.

Því það er eitt að eiga aflandsfélag, en slíkur var feluleikurinn og lygavefurinn í kringum það að maður á ekki til eitt aukatekið orð. Síendurteknar og endurbyggðar lygar til þess eins að fela eitthvað sem þurfti ekki að fela, útaf því að allt var hvort eð er uppá borðinu.

Hvaða heilvita hálfviti haldið þið að trúi þessari lygaþvælu sem þið hafið komið ykkur í… og ekki bara ykkur því eftir stöndum við almenningur með eyðilagt orðspor í alþjóðasamfélaginu, enn og aftur… og aftur og enn.

Til þeirra þingmanna í ríkisstjórnarflokkunum sem eiga ekki eignir á Tortóla og eru í raun og veru í vinnunni sinni af heilindum þá langar mig að minna ykkur á að hér á Íslandi ríkir þingræði ekki ráðherraræði.

Mikið hefur verið rætt í fjölmiðlum um hvort ríkisstjórnin myndi taka þá ákvörðum að segja af sér, hvort einstaka ráðherra myndi segja af sér, hvaða ákvörðun Sigmundur tekur og hvað gerir sjálfstæðissflokkurinn.

En það er EKKI ákvörðun sigmundar og það er EKKI ákvörðun ríkisstjórnarrinnar hvort þau fái að stjórna hérna áfram.

Þetta er ákvörðun okkur, okkar almennings, okkar sem eigum ekki skattaskjól okkar sem borga skatta á íslandi og okkar sem eru föst í viðjum íslenskrar krónu.

Og sú ákvörðun er skýr, þið eruð ÖLL REKIN.

Ingunn er BA í heimspeki, hagfræði og stjórnamálafræði og er eins og er heimavinnandi öryrki


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283