Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Tækifæri fyrir hreinsunardeild Framsóknar?

$
0
0

Össur Skarphéðinsson skrifar:

Krónprins Framsóknar var rétt í þessu í viðtali við RÚV og kveðst ekki eiga von á öðru en samningaviðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks muni ganga vel.

Þá er rétt að rifja upp fyrir Ásmundi Einari að hann hefur mér til mikillar ánægju lagt á það höfuðáherslu í fjölda þátta síðustu dægur að á þeim tíma sem lifir af kjörtímabilinu skipti það höfuðmáli að hreinsa til í fjármálakerfinu og þvo þannig burt rykið frá Tortólu.

Þar hefur hann lagt sérstaka áherslu á að Landsbankinn verði gerður að samfélagsbanka og sömuleiðis að eitt andlag
græðgisvæðingarinnar í bankakerfinu verði fjarlægt með því að bönkunum verði skipt upp í fjárfestingabanka og hefðbundna viðskiptabanka.

Nú er tækifærið komið. Framundan eru samningaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn.

Nú reynir á hvort það sé hryggur í þeim Þorsteini Sæmundssyni, Karli Garðarssyni, Ásmundi Einari Daðasyni að ógleymdum Frosta okkar Sigurjónssyni – eða hvort þeir glúpni í þessum lykilmálum fyrir Sjálfstæðisflokknum.

Nú er tækifæri til að standa við stóru orðin. Það verður fylgst vel með starfi hreinsunardeildarinnar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283