Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

BJÖRK – VULNICURA – 2015

$
0
0

KRISTJÁN FRÍMANN skrifar um hljómplötur:

PLATA MÁNAÐARINS – APRÍL 2016. BJÖRK – VULNICURA – 2015

Hvernig snertir maður hið ósnertanlega? Hvernig heldur maður andakt? Hvað er guðdómlegt sem upplifa má?

Þegar maður er lítill er erfitt að bíða eftir jólunum (Patró árið 1955) og jólin koma víst ekki nema maður læri að bíða. Ég man að ég var óþolinmóður á aðfangadag og spurði mömmu aftur og aftur hvenær jólin kæmu. Hún var alltaf jafn róleg og yfirveguð og svaraði mér að þau kæmu þegar ég hætti að hugsa um það hvenær jólin kæmu og einbeitti mér að einhverju öðru.

Við tókum fram efnið í jólatréð sem var fótur í kross úr tré með gati í miðjunni, kústskaft með reglulegum holum boruðum í stofninn og greinar tálgaðar úr tré. Þessu var öllu púslað saman og vafið með grænum kreppappír. Þá kom bómull á greinarnar. Lítil snúin kerti í holur á ystu brún greinanna og svo voru tekin fram djásn sem skyldu hanga á greinunum. Sérstaklega man ég eftir fallegri konu úr örþunnu gleri í rauðum fötum sem fékk alltaf heiðurssess á trénu. Þegar öllu þessu var lokið gengu jólin í garð.

Þegar ég fékk plötuna Vulnicura með Björk í hendurnar, rifjaðist þessi saga upp, bara við það að horfa á umslagið og skoða myndirnar sem prýða tvöfalda (Gatefold) plötu Bjarkar. Myndir sem kveikja hughrif jóla en lýsa um leið einhverju afar viðkvæmu og brothættu, alveg eins og rauða glerkonan sem var hengd með andakt á jólatréð. Tilfinningin var á einhvern hátt eins; ósnertanleg í látleysi sínu en var um leið guðdómleg vegna fínleikans sem umvafði hana. Maður hélt niðri í sér andanum þegar platan fór á fóninn.

02-VULNICURA-BJÖRK-

Vernd /KFK


Sakleysi

Æskan er sakleysið sem fylgir því sem er nýtt og óreynt. Það fetar sig gegnum hið óþekkta til þess sem verður. Plata Bjarkar hljómar við fyrstu hlustun eins og eitthvað sem er ókunnugt, saklaust og brothætt. Hljómurinn er þekkjanlegur en samt eitthvað svo framandi, líkt og hann tilheyri frumbernsku mannkyns. Tónarnir óma líkt og úr öllum heimshornum, jafnvel handan heimskringlunar.

Ég fór ósjálfrátt að hugsa um guði og menn, um tilveru og tilurð, um sögurnar sem fylgja okkur um samskiptin við guði fornaldar, um sakleysi og sekt, um baráttu og sorg.

“Björk: I’m a little nervous. Definitely. Especially coming from an album like Biophilia, which was about the universe. This is more of a traditional singer/songwriter thing. When I started writing, I fought against it. I thought it was way too boring and predictable. But most of the time, it just happens; there’s nothing you can do. You have to let it be what it is.” – The Pitchfork Review

“Minnist þá máni
mjúkum ljósvörum
blítt við blóm
frá bleiku skýi:
„Hér skaltu hvíla
og hræðast eigi,
þótt þér eygló ei
yfir ljómi.“”

Ljóðbrotið hér að ofan er úr “Tunglskin Vakir” sem skáldið og fræðimaðurinn Benedikt S. Gröndal (1826­1907) samdi.

Fjarri almættinu - Stonemilker/KFK

Fjarri almættinu – Stonemilker/KFK

Maður, venjulegur guð

Plata Bjarkar er einskonar söguljóð þar sem hún í níu “dagbókarfærslum” fetar einstigi sálarinnar frá sakleysi til sektar, einingu til sundrungar, úr birtu í myrkur og sorg. Farið er um sali guða og manna í leit að vísbendingum til skilnings á þessum andstæðu öflum sem virðast ekki geta sameinast, þrátt fyrir allan góðan vilja. Líkt og í goðafræðum endist ekkert sem gott er heldur ferst í Ragnarökum.

Níu mánuðum fyrir.

Stonemilker

[Pre-Chorus 1]
Who is open chested
And who has coagulated
Who can share and
Who has shot down the chances?

Prómóþeifur

Einn þar hljóðar annarlegum eimi,
eigi frjáls í sólar heimi,
kuldahrollur kvalið hjarta slær;
það er hann sem þrúðvalds fyrir reiði
þrautir fann á mærrar æsku skeiði,
honum enginn huggun neina ljær.
Hlekkjum reyrður fast að köldum klaka,
kramið hold og opin feigðar sár!
Svefnlaus augu sviðaþrútin vaka,
sollið hjarta, engin tár!

Söguljóðið um guðinn Prómóþeif sem færði mönnunum eldinn, samdi Benedikt S. Gröndal (1826­-1907), þegar hann dvaldi um skeið í munkaklaustri í bænum Kevelaer í Þýskalandi um 1860. Ég læt erindi úr ljóðabálkinum kallast á við texta Bjarkar.

Dúkkudans - Lionsong/KFK

Dúkkudans – Lionsong/KFK

Er ég, ég?

Hvers vegna sundrum við því sem er okkur heilagt? Við viljum vera góð, vera elskuð, vera guðleg, samt beygjum við stöðugt af leið og stökkvum í myrkrið, hendum okkur í eldinn og æpum á hjálp, en enginn hlustar, enginn heyrir, enginn hvorki veit né sér.

Á vissan hátt virðumst við prógrameruð eins og tölvuforrit til að byggja upp, eyða og byggja upp líkt og goðsagnafuglinn Fönix.

“Fönix er goðsagnavera, nánar til tekið rauður og gullinn fugl sem endar lífdaga sína með því að brenna sjálfan sig á bálkesti til þess að endurfæðast. Hann var álitin heilagur. Goðsögnin er líklegast upprunninn frá Egyptalandi en hefur síðan þá orðið hluti af goðafræðum annarra menninga.” – Grísk goðafræði

Kvikmyndaheimurinn byggir á þessu innbyggða forriti og myndirnar sem sigra eru myndirnar sem byggja upp og eyða, til að byggja upp.

Fimm mánuðum áður.

Lionsong

[Bridge]

Maybe he will come out of this
Maybe he won’t
Somehow I’m not too bothered either way
Somehow I’m not too bothered either way

I refuse, it’s a sign of maturity
To be stuck in complexity
I demand all clarity

Prómóþeifur

En hvað dugir það ef þú ert kvalinn?
Þitt er verk um jarðardalinn
eflt og verður aftur tekið síst.
Ei var þjóð til þeirra kvala sköpuð,
þjáð að lifa, deyja síðan töpuð;
geislinn loksins gegnum andann brýst.
Sérhver nótt um síðir enda hefur, —
sérðu nokkuð morgunroðans ljós?
Kaldur dauðans dimmuhrollur vefur
djúpt við hjartað lífsins rós.

Bifukollur – History of Touches/KFK

Bifukollur – History of Touches/KFK

Umslagið

Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!

Dalvísa eftir Jónas Hallgrímsson við lag Árna Thorsteinssonar er fyrsta íslenska sönglagið sem kom út á hljómplötu. Ljóðið fjallar um fífilinn, þetta fallega sumarblóm sem vex um land allt og brosir við ferðamönnum sem þó líta það hornauga og telja það illgresi. En fífillinn lætur sér fátt um finnast og brosir sínu blíðasta. Eftir blómgun lokar fífillinn blómakörfunni og opnar hana svo aftur þegar fræin eru fullþroskuð og nefnist þá biðukolla eða bifukolla.

Umbúðirnar um plötuna Vulnicara og all gervi Bjarkar minnir á fífil og bifukollu. Litirnir og höfuðskrautið minnir á sumarblómið sem skiptir um ham en það minnir líka á myndir af heilagri guðsmóður, áruna eða geislabauginn um höfuð hennar og sárið á brjóstinu, hið blæðandi hjarta.

Þrem mánuðum fyrir.

History of Touches

[Verse] I wake you up
In the night feeling
This is our last time together
Therefore sensing all the moments
We’ve been together
Being here at the same time
Every single touch
We ever touch each other
Every single fuck
We had together
Is in a wondrous time lapse
With us here at this moment
The history of touches
Every single archive
Compressed into a second
All with us here as I wake you up

Prómóþeifur

Lífsins blóma, guðdómseldinn góða,
gafstu fjölda jarðar þjóða,
allrar visku undirrót og stoð.
Það var synd því móti Rögna ráði
regindjarfur vilji honum náði,
eigi var það almættisins boð.
Himinmærin, horfin gullnum loga,
hún sem glöð að foldar vígum óð,
hún þér lyfti himins upp að boga,
hátt frá dimmri jarðar slóð.

Eyðing – Black Lake/KFK

Eyðing – Black Lake/KFK

Svarta holið

Þegar heimurinn hrynur og allt verður svart, þegar djúp hins eilífa dauða er allt sem maður þráir, verður hlýja myrkursins sem værðarvoð, huggari og heilari.

Tveim mánuðum eftir.

Black Lake

You fear my limitless emotions
I am bored of your apocalyptic obsessions
Did I love you too much
Devotion bent me broken
So I rebelled
Destroyed the icon

Prómóþeifur

Hefðir þú ei himins eldinn tekið,
hvar þá væri afl og þrekið?
Hvernig væri þá á víðri fold?
Kalt og dimmt, og sjónlaust andans auga,
allir líkir skuggum bleikra drauga,
engin gleði, eintóm dauðans mold;
engin vinna andans krafta nærði,
engin leit að sannleiks djúpri rót;
enginn vindur öldur helgar bærði
undir viskutrésins rót.

“It’s like, when you’re trying to express something and you sort of start, but then nothing comes out. You can maybe utter five words and then you’re just stuck in the pain. And the chords in-between, they sort of represent that. […] We called them “the freezes,” these moments between the verses. They’re longer than the verses, actually. It’s just that one emotion when you’re stuck. It is hard, but it’s also the only way to escape the pain, just going back and having another go, trying to make another verse.“ – Grapevine.

Þegar heilög þrenning brotnar - Family/KFK

Þegar heilög þrenning brotnar – Family/KFK

Fjölskyldan – Heilög þrenning

Í hverju hjarta býr draumurinn um fullkomnun, frelsi, hamingju, ást og frið.

Sex mánuðum eftir.

Family

[Verse 2] I raise a monument of love
There is a swarm of sound
Around our heads
And we can hear it
And we can get healed by it
It will relieve us from the pain
It will make us a part of
This universe of solutions
This place of solutions
This location of solutions

Prómóþeifur

Sjálf þig hóf að drottins dýrðarláði
dóttir Jóvis, efld að ráði;
hegning bitnar hörð á einum þér.
Dýrt var keyptur sannleiks ljúfur ljómi,
leikur samt í þokudimmum ómi,
truflast æ af ólmum heimsins her.
Guðleg meyja glæddi löngun sæta
gneista skærum lífsins til að ná;
himnesk synd sem ein má andann bæta
og hann rífa myrkri frá.

“Björk: When I say that, it might come across that I’m incredibly wise. But it’s the other way around. I’m fucked and I’m trying to talk myself into it, like, „Go, girl! You can do it!“ It’s me advising myself. It’s not me knowing it all—not at all. It’s just a certain route you just have to go; I went through it.” – Pitcfork.

Get ég andað - Nodget/KFK

Get ég andað – Nodget/KFK

Handan raunveruleikans

The drumbeats throughout this album are an audial representation of Björk’s own heartbeat, particularly in “Black Lake” and “Notget”. In both these songs when the beat picks up it is almost as if to portray a panic/anxiety attack, allowing the listener to hear and feel the intensity of Björk’s pain. When they broke up she no doubt felt like she was having a heart attack at times, which is what the sudden changes in tempo and pitch of some of the drumbeats represent.

Ellefu mánuðum eftir.

Notget

[Chorus 2] I will not forget
This notget
Will you not regret
Having love let go
[Verse 3] After our love ended
Your spirit entered me
Now we are the guardians
We keep her safe from death

Prómóþeifur

Gegnum böl og mæðu stríða strauma,
stunur hjartans, feikna drauma,
svífur andinn hátt frá rauna reit.
Ljósin blikna, dimmu djúpi falin,
dýr og skær í gegnum himinsalinn,
eygjast loksins aumri foldar sveit.
Sífelld iðni guðdómseldinn góða
glæðir samt og eflir fríða dáð;
smá eru fræin smárra foldar þjóða,
samt þau loksins hljóta náð.

“Yeah. . . .” she replied. We sat and stared into our tiny glazed coffee cups. “It’s about an end of a relationship, really,” she finally said. “Probably that’s the best way to put it.”-Björk

Blæðandi hjörtu – Atom Dance/KFK

Blæðandi hjörtu – Atom Dance/KFK

Hreifing frumeinda

[Björk] We are each other’s hemispheres

I am fine tuning my soul
To the universal wavelength
No one is a lover alone
I propose an atom dance
Our hearts are coral reefs in low tide
Love is the ocean we crave
Restlessly turning around and around
I am dancing towards transformation
Learning by love to open it up
Let this ugly wound breathe
We fear unconditional heart space
Healed by atom dance

Prómóþeifur

Því hinn styrki ljóss á geisla gljáum
gengur nú frá sölum háum,
fyrir brjósti freyðir himna sær;
hann hefur einnig þungar þrautir unnið,
þekkir kvöl og harmaskeiðið runnið;
nú hann ríkir nauðum öllum fjær.
Sigurharðan skjótt hann bendir boga,
blóðið hnígur soltinn gammur í;
hendur guðsins hlekkinn sundur toga —
heims er byrjuð ævin ný

Einangrun – Mouth Mantra/KFK

Einangrun – Mouth Mantra/KFK

Hljóð rödd

Unlike most of the previous songs on Vulnicura, which deal with the tumultuous dissolution of Björk’s relationship with Matthew Barney, “Mouth Mantra”, the eighth and penultimate song on the album, is about a three-week period after vocal surgery in which Björk wasn’t able to speak.

[Verse 5] This tunnel has enabled
Thousands of sounds
I thank this trunk
Noise pipe
Noise pipe
I have followed a path
That took sacrifices
Now I sacrifice this scar
Can you cut it off?

Prómóþeifur

Ómi þungum Heljar grindur glymja,
gljúfur skjálfa, hrannir rymja,
dynur stuna dimm úr vítis geim;
augum stríðum upp til himins lítur
óvæg Hel og sárt á jaxlinn bítur,
hann er fjarri hennar drauga sveim.
Veit hún glöggt að honum fleiri fylgja,
fækkar hópum ótt á Gjallarbrú;
heljarstraumsins hamrömm öskrar bylgja,
hennar dýrð er enduð nú.

Hjúpur - Quicksand/KFK

Hjúpur – Quicksand/KFK

Quicksand

[Pre-Chorus 3] When we’re broken we are whole
And when we’re whole we’re broken

[Outro] We are the siblings of the sun
Let’s step into this beam
Every time you give up
You take away our future
And my continuity and my daughter’s

Prómóþeifur

Lífsins dögg af ljósum hvarmi runnin
líður gegnum skýjabrunninn,
vekur þjóð og vesæl andans blóm.
Fjötrar losna, frelsissólin mæra
fjöllin roðar, eykur logann skæra,
glymur jörð af gleðiþrungnum hljóm.
Hvílir mær í skuggaljúfum lundi
loksins þreyðum vinarbarmi hjá!
Sæt er þrautin eftir fengna fundi,
feginstárin væta brá.

The oldest song on Vulnicura, according to New York Times article, “The Peculiar Genius of Björk,” this song is about her mother. Björk wrote “Quicksand” in 2011 after her mother suffered a heart attack that left her in a coma for a week.

Tónlistin - Fólkið/KFK

Tónlistin – Fólkið/KFK

Plötufólkið

Lögin eru öll samin af Björk og sum í samvinnu við aðra listamenn um útsetningu og texta, þá er það tilgreint – Sjá nánar á Wikipedia – https://en.wikipedia.org/wiki/Vulnicura

1. „Stonemilker“ – Björk – 6:49
2. „Lionsong“ – Björk Arca – 6:08
3. „History of Touches“ – Björk Arca – 3:00
4. „Black Lake“ – Björk Arca – 10:08
5. „Family“ – Björk Arca – Björk Arca The Haxan Cloak – 8:02
6. „Notget“ – Björk Arca – Björk Arca – 6:26
7. „Atom Dance“ – Björk Oddný Eir Ævarsdóttir – Björk Arca – 8:09
8. „Mouth Mantra“ – Björk Arca – 6:09
9. „Quicksand“ – Björk Spaces – Björk – 3:45

Aðstandendur:

Björk – vocals, songwriter, producer, string arrangements, vocal arrangements, programming, cover character
Arca – songwriter, producer, programming
The Haxan Cloak – producer, mixer, programming
John Flynn (aka Spaces)[148] – songwriter, programming
Oddný Eir – songwriter
Antony Hegarty – vocals on track 7
Chris Elms – mixer, recording, engineering
Frank Arthur Blöndahl Cassata – recording, engineering
Bart Migal – engineering
Michael Pärt – recording supervisor on tracks 4, 7 and 8
Mandy Parnell – mastering
James Merry – album coordinator, research, personal assistant
U Strings – strings
Mani Þorkelsson – string recording assistant
Biggi – string recording assistant
Joel Davies – string mix session assistant
Graeme Baldwin – string mix session assistant
Inez van Lamsweerde and Vinoodh Matadin – photography
M/M Paris – design
Mel Ottenberg – styling
Christiaan – hair
Dick Page – makeup

Kór:

Ásta Ægisdóttir
Auður Albertsdóttir
Ásdís Björg Gestsdóttir
Ásdís Eva Ólafsdóttir
Bergljót Rafnar Karlsdóttir
Drífa Örvarsdóttir
Elín Edda Sigurðardóttir
Erla María Markúsdóttir
Fífa Jónsdóttir
Gígja Gylfadóttir
Gígja Haraldsdóttir
Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir
Sigrún Ósk Jóhannesdóttir
Unnur Sigurðardóttir

Platan hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verið valin plata ársins 2015 víða um lönd, þar á meðal hér á Íslandi. Björk hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. Hún átti plötu ársins í flokki popptónlistarmanna, var söngkona ársins, textahöfundur ársins og deilir verðlaunum fyrir upptökustjórn með Arca og The Haxan Cloak sem unnu að plötunni Vulnicura með henni.

12992306_10208215300252132_39180578_n

Tenglar:

Lögin:
01 “Stone Milker” (6:49) – https://www.youtube.com/watch?v=gQEyezu7G20
02 “Lion Song” (6:16) – http://www.visir.is/bjork-frumsynir-myndband-vid-lionsong/article/2015150319641
03 “History of Touches” (2:56) – https://www.youtube.com/watch?v=Rg_Zjb4A_b0
04 “Black Lake” (10:04) – https://www.youtube.com/watch?v=YGn1pJIpZw8
05 “Family” (7:57) – https://www.youtube.com/watch?v=HAXvkbOzK6E
06 “Notget” (6:23) – https://www.youtube.com/watch?v=rjdOCdJdZYM
07 “Atom Dance” (Feat. Antony Hegarty) (8:08) – https://www.youtube.com/watch?v=R3w-mtB770I
08 “Mouth Mantra” (6:06) – https://www.youtube.com/watch?v=iIhLCXmrCm8
09 “Quicksand” (3:48) – https://www.youtube.com/watch?v=EkA92QHENUY

Björk – http://bjork.com
Soundcloud – http://soundcloud.com/bjork
Google+ – http://plus.google.com/u/4/111606759930100295781
Facebook – https://www.facebook.com/bjork
YouTube – https://www.youtube.com/user/bjorkdotcom
Ný plata – http://www.visir.is/ny-plata-bjarkar-ovaent-komin-ut/article/2015150129885
Björk um nýju plötuna – http://www.visir.is/bjork-um-nyju-plotuna–skapadi-verk-sem-byr-yfir-sarri-sorg/article/2015150129717
Lekið á netið – http://www.visir.is/nyjustu-plotu-bjarkar-lekid-a-netid/article/2015150119043
Grét af sorg – http://www.visir.is/bjork-gret-i-vidtali-utaf-astarsorg—mer-finnst-mjog-erfitt-ad-tala-um-thetta-/article/2015150129699
Persónuleg lög – http://www.visir.is/oll-min-log-eru-personuleg-fyrir-mig/article/2015704259987
Ein af plötum ársins – http://www.visir.is/vulnicura-ein-af-plotum-arsins-i-erlendum-midlum/article/2015151229794
Aflýsir tónleikaferð – http://www.visir.is/utskyrir-aflysingu-tonleikaferdalags–vulnicura-tok-mjog-a-mig/article/2015150819919
Íslensku tónlistarverðlaunin – http://icelandmonitor.mbl.is/news/culture_and_living/2016/03/07/bjork_sweeps_icelandic_music_awards/
Tónlistarverðlaunin – http://www.mbl.is/folk/frettir/2016/03/04/bjork_sigursael_a_tonlistarverdlaununum/
Skilnaðurinn setti mark – http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/07/09/skilnadurinn_setti_mark_sitt_a_kvoldid/
Úr ástarsorg í sigur – http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/03/09/ur_astarsorg_i_sigur/
Öðruvísi nálgun – http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/02/15/skemmtilega_odruvisi_nalgun_ad_tonlist/
Twitter – https://twitter.com/bjork
Verndun hálendis Íslands – http://icelandmag.visir.is/article/video-bjork-calls-global-action-defend-icelands-highlands
Um umslagið – https://www.creativereview.co.uk/cr-blog/2015/january/bjorks-vulnicura-album-artwork/
Wikipedia – https://en.wikipedia.org/wiki/Vulnicura
Lifandi umslag – https://vimeo.com/122258599
um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands – http://www.ruv.is/frett/tharna-tharf-madur-ad-berjast
Viðtal í Another Magazine – http://www.anothermag.com/fashion-beauty/8449/the-full-interview-bjork-and-julia-davis
Íslensku tónlistarverðlaunin – http://icelandmonitor.mbl.is/news/culture_and_living/2016/03/07/bjork_sweeps_icelandic_music_awards/
Björk sigursæl á tónlistarverlaunum – http://www.mbl.is/folk/frettir/2016/03/04/bjork_sigursael_a_tonlistarverdlaununum/
Skemmtileg umfjöllun um plötuna frá “theneedledrop” – https://www.youtube.com/watch?v=rTrT9V6MJeQ

MYNDIR – KFK


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283