Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Mig langar að vinna í sumar mamma!

$
0
0

Nú nálgast sumarið ófluga og mörg börn og unglinga dreymir um að fá sumarvinnu og safna sér smá aur. Kannski áttu börn og unglinga sem eru löngu vaxin upp úr því að tombólur séu spennandi og að passa systkini fyrir smáura er nú fráleitt lengur fýsilegur kostur. Það er á ábyrgð foreldra og forráðamanna að gæta þess að þegar um atvinnuþátttöku barna og unglinga er að ræða að atvinnurekendur fari að lögum og misnoti ekki þekkingarleysi þeirra. Það er einnig mikilvægt að upplýsa börn og unglinga um mikilvægi þess að standa á sínu – og útskýra það vandlega fyrir þeim – að það að gefa eftir hvað réttindi þeirra varðar – gerir öðrum erfiðara fyrir að njóta fullra réttinda.

Börn hlusta á foreldra sína ræða laun og atvinnumál á heimilum og oftar en ekki kviknar áhugi barna á þátttöku á vinnumarkaði bara af þeirri einföldu ástæðu að barnið vill safna sér fyrir einhverju sem það langar að eignast. Önnur ungmenni búa við þær aðstæður að þau finna sig því miður knúin til leggja hönd á plóg.

„Ég stóð á kassa rétt 7 ára gamall og raðaði síld í tunnur frá morgni til kvölds. Það gerði mér ekkert nema gott þó ég væri dofinn upp að olnbogum sökum kulda og bleytu.“

Eldra fólk segir sögur af því hvernig það var farið að vinna eins og fullorðið fólk á barnsaldri eins og um dugnað og dyggð sé að ræða en til allrar hamingju hefur barnaþrælkun löngu verið aflögð á Íslandi. En líka heyrast háværar raddir um það að börn og unglingar nútímans „megi bara ekkert gera“ og þjóðfélagið sé að ala upp letiblóð sem ekkert kunni til verka. En eftir stendur að marga krakka og unglinga langar til að vinna. Og þá er það spurningin– hvenær og hvers kyns vinnu mega þau leysa af hendi.

Hvað segja lögin um vinnu barna og unglinga í dag?

  • Í lögum er sérstaklega fjallað um vinnu barna og unglinga undir 18 ára aldri. Samkvæmt lögunum er barn einstaklingur yngri en 15 ára en unglingur á aldursbilinu 15-18 ára. #Ekkertsvindl
  • Bannað er að ráða börn til vinnu en þó er heimilt að að ráða 13 ára börn til léttra starfa svo sem garðyrkju- og þjónustustarfa. Þá mega börn sem eru 14 ára og eldri vinna ef vinnan er hluti af fræðilegu eða verklegu námsfyrirkomulagi. #Ekkertsvindl

Sko, það er ekki bara unglingavinnan í boði! Börn niður í þrettán ára aldur mega ráða sig til léttra starfa og þá er að finna þau eða búa þau til. Fullt af eldra fólki þarfnast aðstoðar við garðverkin og því gætu krakkar auðveldlega ráðið sig til slíkra starfa ef þau vilja. Barnapössun, hundagæsla, létt lagervinna svo dæmi séu tekin. Aðstoðarmaður í verslun eða á veitingastað er heldur ekki slæm staða fyrir 13 ára nýgræðing á vinnumarkaðinum.

Börn mega eðlilega ekki stunda vinnu sem getur ógnað heilsu þeirra

Þegar börn eru ráðin til starfa skiptir miklu að þau ráði vel við verkin og að vel sé komið fram við þau. Hvatning skiptir miklu máli og tiltrú eykur ábyrgðartilfinningu þeirra og sjálfsvirðingu. Ekki skal gera lítið úr störfum ungmenna þótt léttvæg séu.

Í lögum er sérstaklega fjallað um hvenær ekki má ráða unglinga til vinnu. Ef vinnan er ofvaxin líkamlegu eða andlegu atgervi þeirra eða getur valdið alvarlegu heilsutjóni má ekki ráða unglinga til vinnunnar. Eins ef hætta er á slysum eða vinnan er hættuleg heilsu þeirra. #EkkertSvindl

Ef þú sem atvinnurekandi ræður barn í vinnu þarftu að gæta þess vandlega að vinnutími þess sé takmarkaður og þá er hvíldartími barna og unglinga ennfremur lengri en fullorðinna á vinnumarkaði. Börn mega ekki vinna eftir klukkan 20:00 á kvöldin og unglingar ekki eftir klukkan 22:00 nema um ákveðnar aðstæður sé að ræða.

Óheimilt er að láta börn vinna á tímabilinu frá kl. 20 til kl. 6 og unglinga á tímabilinu frá kl. 22 til kl. 6. Heimilt er að víkja frá þessu við ákveðnar aðstæður hvað unglinga varðar. #EkkertSvindl

Barn eða unglingur sem ætlar sér að vinna í sumar þarf að eiga þess kost að kynna sér reglur og lög sem gilda um þau á vinnumarkaði. Upplýsingar um orlofsréttindi, hvíldartíma, launakjör í dag- og kvöld og helgarvinnu þurfa að liggja fyrir. Börn og unglingar verða að vita að þau geti leitað til fullorðinna ef á þeim er brotið eða ef óánægja kemur upp.

Nánari upplýsingar um vinnutíma barna og unglinga má fá á vefsíðu ASÍ og mikið af upplýsingum má finna á vefnum www.ekkertsvindl.is


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283