Quantcast
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Viðtalið við Ólaf Elíasson hjá InDefence

Birgitta Jónsdóttir deildi eftirfarandi á vef sínum í dag og gaf Kvennablaðinu leyfi fyrir birtingu hér. Viðtal Rásar 2 við Ólaf Elíasson hjá InDefence þann 4. apríl 2015.

Birgitta segir:

„Mér finnst viðtalið við hann Ólaf Elíasson hjá InDefence svo mikilvægt að ég fékk það ritað upp til að auðvelda að hægt sé að vitna í einstaka hluta þess. “

Rás 2 4. apríl 2016

Viðtal við Ólaf Elíasson (ÓE) hjá InDefence Spyrlar: Björg Björnsdóttir (BB) og Guðmundur Pálsson og Atli Már Steinarsson (Sp)

Sp: Hann er sestur hjá okkur Ólafur Elíasson hjá InDefence og þeir voru nú samherjar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og InDefence á sínum tíma, hver eru þín viðbrögð við þessum upplýsingum sem hafa komið fram núna og hver finnst þér vera staða forsætisráðherra eins og mál standa núna.

ÓE: Það er náttúrlega bara augljóst að við getum ekki haft forsætisráðherra sem á peninga í skattaskjólum, það er bara staða sem að burt séð frá öllu öðru sem að hann hefur gert sem gengur ekki upp og ég fyrir mitt leiti ég er bara mjög hryggur yfir þessu að sjá þetta, en hann verður að fara, það er alveg augljóst.

Sp. Þér finnst hann eigi bara að segja af sér?

ÓE: Auðvitað

BB: Hafið þið í InDefence hópnum eitthvað rætt þetta ykkar á milli?

ÓE: Jú við svo sem sko InDefence hópurinn virkar ekki þannig sko við höfum virkar þannig að við höfum alltaf beðið um upplýsingar og við erum sem sagt hópur sem að kallar eftir upplýsingum og greinir þær og fer svo fram með einhvern svona málflutning sem að byggir á sameiginlegri skoðun og það er náttúrlega ekkert slíkt til staðar núna, þetta náttúrlega var bara að gerast í gær og menn eru bara dofnir eftir gærdaginn, en…

BB: Hefur hann þá leynt ykkur gögnum?

ÓE: Sko, ef ég á að vera, ég skal alveg viðurkenna það, bara svona persónulega, þá misbýður mér þetta mjög, það er bara mín persónulega afstaða, en hins vegar ef maður á að vera sanngjarn að þá vorum við með Sigmundi að berjast gegn hryðjuverkalögum Breta á sínum tíma og þá var þetta nú ekki, þá skipti nú þetta engu máli og þegar Icesave samningnum er lekið til okkar og við förum í baráttu gegn Icesave, þá var hann ekki lengur í hópnum, þannig að hann er náttúrlega farinn á þing og tekur víst við, en ég man ekki eftir að hann hafi mætt á einn fund hjá okkur eða eitthvað slíkt, þannig að, þó ég hafi verið í ágætu símasambandi við menn í kringum hann og þannig svona tæknilega þá auðvitað átti hann að segja öllum frá þessu, en svona að forminu til þá var hann náttúrlega ekkert að starfa með okkur þegar þetta er í gangi.

SP. En hann hefur talað samt svona á þeim nótum að það eigi að taka hart á kröfuhöfunum og það eigi svona ja uppgjörið eigi að vera Íslendingum í hag, eins gott og það getur orðið.

ÓE: Já sko, nú ætla ég ekkert að tjá mig um hans gjörðir í þessu kröfuhafauppgjöri, en það er miklu stærri mynd sem að er núna að koma í ljós og sem betur fer og ég ætla að fá tækifæri til þess að tala aðeins um það hér og það er miklu, miklu stærra mál sem er búið að hvíla á mér og mörgum þeim sem hafa þekkt til þessa ferlis mjög lengi og það er það að þegar að verið var að gera upp þrotabú bankanna, búin voru sko stærri en þjóðarframleiðsla Íslands, að þá var ekki farin svona hefðbundin leið í uppgjörinu, þ.e.a.s. það var ekki farið þá leið sem erlendir lögfræðingar kalla djúp proccess, sem var þá að setja búin í þrot eftir einhvern ákveðinn frest, það er eðlilegt að búin áttu að fá frest til þess að reyna að hámarka eigurnar, að það þurfi ekki að selja allt á brunaútsölu, en það hefði verið eðlilegt að taka þessar undanþágur sem að þrotabúin höfðu eftir einhver ár, þau voru nú komin í ansi mörg ár undir lokin og þá höfðu íslensk lög sem að giltu í landinu átt að taka yfir málið, þ.e.a.s. að búin höfðu bara farið í gjaldþrot og á sama tíma eru í landinu lög um gjaldeyrishöft, þannig að bústjóri hefði þurft að gera búin upp í íslenskum krónum, innleysa allar erlendar eigur búsins í gegnum Seðlabanka Íslands og þá höfðu kröfuhafar fengið stóran stabba af íslenskum peningum eða 2.200 milljarða, ef Seðlabankinn hefði átt þá 15 hundruð milljarða eða eitthvað slíkt til þess að hleypa þeim þá út á einhverju öðru gengi heldur en með skráðu gengi, ef þeir vilja komast út þá verðið þið að sætta ykkur við afföll og því var bara blákalt logið að þjóðinni hér af ýmsum aðilum að þetta myndi kosta okkur einhver endalaus málaferli og væru miklir meinbaugir á þessari leið.

Það er ekki mín skoðun og þeirra sem hafa skoðað þetta ferli ítarlega og ég get bent áhugasömum t.d. á að kynna sér dóm Hæstaréttar sem fellur eftir hrun um neyðarlögin þar sem að kröfuhafar gerðu athugasemdir við það að sparifjáreigendur voru settir í forgang og þar talar 7 manna skipaðir hæstaréttardómur um það að þeir skulu ekki láta sér detta í hug að stjórnkerfi hér fari sem sagt úr leið sinni til þess að tryggja þeirra hagsmuni, því þeir vissu alveg að því að hverju þeir gengu og þannig að þegar þú horfir á þetta að þá er mjög einkennilegt að þessi leið hafi ekki verið farin og síðan gerist það að það er ákveðið að fara aðra leið sem er skattheimta 39% skattur á þrotabúin og við í InDefence hópnum vorum satt að segja nokkuð sátt við þá leið. Okkur fannst hún ná svona næstum því utan um því markmiði að vernda almenning og en svo er allt í einu farin allt önnur leið sem er þá að hleypa kröfum út með því að leggja fram miklu minna framlag.

Við höfum sem sagt átt samskipti við Alþingi, við höfum farið fyrir nefndir Alþingis og útskýrt meinbaugi á þessu, við höfum farið í fjölmiðla og beðið um skýr svör hvers vegna sú leið væri nægilega góð fyrir almenning og við teljum að því hafi ekki verið svarað þannig að við getum sætt okkur við þau svör.

SP: Haldið þið þá að það séu einhverjir hagsmunir þar sem að…

ÓE: Sko það, nú ætla ég ekki að segja eitt eða neitt, en ég ætla bara að benda hérna á ákveðna atburðarráðs, að hérna rétt fyrir samninga við kröfuhafa þá kemur fjármálaráðherra landsins hér í ríkissjónvarpið og heldur, í viðtali hjá Þóru Arnórs og þar talar hann um það að það að leggja skattinn á hafi verið versta útkoman og hann sé sanngjarn maður og hafi viljað semja við þessa kröfuhafa. Mér er alveg fyrirmunað að skilja þetta, ég hreinlega skil þetta ekki, hvernig maður sem fer með mína hagsmuni í staðinn fyrir, sem er lögfræðingur, í staðinn fyrir að taka ítrustu hagsmunagæslu fyrir íslenskan almenning og þá vill hann vera eitthvað sanngjarn við erlenda vogunarsjóði sem ætla sér að hagnast tímabundið á neyð Íslendinga. Þær spurningar sem nú vakna og nú er ég búinn að tala í löngu máli um þetta og ég skil það vel að almenningur í landinu á mjög erfitt með að skilja þessa atburðarrás alla og af hverju og hvað þessir nauðasamningar voru eiginlega, en það sem ég hef um þetta að segja að nú er það komið í ljós að eiginkona forsætisráðherra, hún sem sagt átti kröfur í þrotabúin og hún var erlendur kröfuhafi, við skulum ekkert fara út í einhverja vitleysisumræðu að hún hafi verið hrægammur eða eitthvað svoleiðis bull, en það sem að Íslendingar verða núna að átta sig á því, er, núna verðum við að vita hverjir voru íslenskir kröfuhafar í gegnum útlend félög og þetta er algjört lykilatriði að það hefur komið í ljós að það séu 800 félög skráð í eigu Íslendinga. Nú þarf vandlega að fara vandlega yfir þá, ég ætla nú að vona að Jóhannes Kristjánsson sé að gera þetta, það þarf vandlega að bera saman kröfuhafaskrár og hvaða Íslendingar eru á bak við félög sem áttu kröfur og síðan þarf að skoða það vandlega, voru þessir aðilar nátengdir þeim sem voru að fást við þetta mál.

SP: Hefurðu ástæðu til að halda að svo sé?

ÓE: Sko, það er alveg óhugsandi að við getum haldið áfram svona í samfélaginu eftir að hafa leyst stærsta mál Íslandssögunnar peningasögu, það er óhugsandi að við fáum þetta ekki upp á yfirborðið og höfum einhverja rannsókn á því, það er algjörlega óhugsandi.

BB: En hvað þyrft þá bara að gerast núna, hvað þyrfti Sigmundur Davíð og stjórnvöld að gera núna?

ÓE: Sko ég er ekki í pólitík, ég, það er bara mín persónuleg skoðun að Íslendingar geta ekki haft forsætisráðherra sem á peninga í skattskjólum og það er kannski yfirborðskennd afstaða, en þetta er bara svona einhver “fungtamental” sem að ég held að allir hljóti að vera sammála um. Ég legg ekkert mat á það, ég reyndar er nú svona hugsi yfir því. Mér fannst nú, ef við tölum um, hverjir drógu lappirnar, hverjir vörðu okkar hagsmuni ekki nægilega vel að mínu mati, að þá myndi nú Sigmundur ekki vera efstur á lista.

Mér fannst nú ekki sem sagt, ég hef ekki málefnaleg rök fyrir því að hann hafi staðið sig í þessari rimmu gegn kröfuhöfum. Ég gekk alltaf út frá því að það væri sem sagt meira Sjálfstæðisflokksmegin svo og fjármálaráðuneytisins sem vildu ekki ganga alla leið fyrir íslenskan almenning.

Sp: Engu að síður voru hagsmunir almennings að gæta…

ÓE: Já, svo kom í ljós að, það verður náttúrlega að skoða það, en hérna eins og ég segi, það er svo erfitt að feta sig í þessu umhverfi. Við erum náttúrlega búin að vera núna í 7 ár að reyna að útskýra fyrir almenningi mjög flókin mál og stundum hefur okkur tekist það þokkalega. Núna í sumar, okkur bara mistókst það, við fórum í baráttu fyrir því að skattaleiðin yrði farin á þrotabúin og við áttum í mjög erfiðum samskiptum við ríkisstjórnina og þau sko samskiptin sem við áttum við þessa aðila voru satt að segja mjög vond, þ.e.a.s. við fengum mjög vond viðbrögð við okkar athugasemdir ………. og en vandamálið…

Sp: Hvað áttu við með þessu?

ÓE: Ég verð bara að segja að það voru ýmis orð látin fjúka sem að þeir sem að þeir sem að sögðu þau, bæði með skilaboðum, myndu ekki vilja sjá hér í fjölmiðlum og það var mjög mikil vanstilling í þessu og hérna, þetta er náttúrlega eitthvað sem að almenningur auðvitað veit ekkert um, en þess vegna er alveg gríðarlega mikilvægt að, nú ætla ég bara að segja það, ég er ekkert að halda einu né neinu fram um einn eða neinn, en nú verðum við að fá einhvers konar yfirvegaða rannsókn á þessu ferli.

Sp: Þessu lokauppgjöri við föllnu bankanna…

ÓE: Já, það er við…

Sp: Og þú telur ástæðu til að ætla að það sé eitthvað?

ÓE: Það er búið að koma í fjölmiðlum að það er búið að fá alls konar, aðilar eru búnir að fá alveg gríðarlega bónusa þegar nauðasamningar voru samþykktir og hérna og nú er að koma í ljós að meira að segja kona forsætisráðherra átti kröfur í búið, ég meina, hvað ætlar þú bara að loka þessum glugga eða hurð og fara bara að hugsa um eitthvað annað, hvað…

Sp: En það hlýtur nú mun nú á næstu dögum og vikum koma í ljós hverjir eiga félög sem áttu þá væntanlega kröfur í bankana, þetta mun koma í ljós næstu daga.

ÓE: Já, vonandi, ég verð að segja það, mér leið nú ekki vel þarna í gærkvöldi eftir að sjá þennan þátt. Ég held að, mér finnst nú almennt fólk hafi nú bara verið svona eins og voru bara uppgefnir eftir þetta sko, en það eru líka alveg gríðarleg tækifæri í þessu að núna höfum við Íslendingar frábært tækifæri til þess að hefja alvöru hreinsun og fara djúpt ofan í, það voru, ef ég má kannski bæta við að menn skilja þetta ekki alveg að þessi aflandsfélög, ég veit alveg hvernig þetta var. Þetta var þannig að bankarnir herjuðu á fjármálasterka einstaklinga, buðu þennan díl, við skulum taka peningana þína, þú getur selt fjölskyldufyrirtækið þitt, við skulum fara með það til Lúxemborgar eða einhverja eyju og síðan stofnum við reikning þar, sem er svona einhver leynireikningur og svo lánar þú bankanum okkur sem sagt peningana og við látum þá vinna fyrir þig og það voru alveg ótrúlega margir sem voru svo vitlausir, sem áttu fleiri hundruð milljónir sem gerðu þetta og þeir náttúrlega standa núna í þeim sporum að þeir eiga ekkert neitt nema kröfur á bankann og eru þar af leiðandi kröfuhafar í þrotabú bankanna og þessi hópur hann hefur algjörlega verið undir radarnum hjá Íslendingum og hann er að koma upp á yfirborðið núna með þessum stórfurðulega hætti gegnum konu Sigmundar.

Sp. Ég ætla að spyrja þig aftur, hefuru ástæðu til að halda að þarna séu áhrifamiklir einstaklingar innan um, þarna sé fólk sem bara hefur bara pólitísk áhrif í samfélaginu.

ÓE: Ja, sko við höfum alltaf haft þá reglu í InDefence að fara ekki fram með eitthvað sem við getum ekki skoðað, þannig að ég ætla bara ekkert að segja meira um það.

Ólafur Elíasson, einn af forvígismönnum InDefence, takk fyrir komuna


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283