Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Glæsilegt uppboð í Gallerí Fold

$
0
0

Næstkomandi mánudagskvöld, 18. apríl kl. 18, verður 98. uppboð Gallerís Foldar haldið, að Rauðarárstíg 12–14. Forsýning á verkunum hefst fimmtudaginn 14. febrúar en verkin verða sýnd daglega fram að uppboði á opnunartíma gallerísins og á gallerifold.is.

Á uppboðinu verða boðin upp verk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar. Fjórir listamenn sem valdir hafa verið sem fulltrúar Íslands á Feneyjatvíæringnum eiga verk sem boðin verða upp en það eru Jóhannes S. Kjarval, sem fór ásamt Ásmundi Sveinssyni árið 1960, Svavar Guðnason sem fór árið 1972, Erró sem fór 1986 og Steingrímur Eyfjörð sem fór árið 2007.

 

Erró

Erró

Segja má að gott úrval af verkum verði boðið upp og þar á meðal tvö olíumálverk eftir Louisu Matthíasdóttur, óhlutbundið verk eftir Guðmundu Andrésdóttur auk tveggja verka eftir Kristínu Jónsdóttur. Þá verða boðin upp málverk eftir Jón Stefánsson, Gunnlaug Blöndal, Jón Engilberts og Braga Ásgeirsson.

Bragi Ásgeirsson

Bragi Ásgeirsson

Meðal verka sem unnin eru á pappír eru falleg verk eftir Svavar Guðnason og Karl Kvaran ásamt landslagsmyndum eftir Finn Jónsson, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Eirík Smith og Kjarval.

Magnús Kjartansson

Magnús Kjartansson

Ýmis áhugaverð grafíkverk verða boðin upp, m.a. eftir Ólaf Elíasson og Dieter Roth, ásamt stórri grafíkmöppu með tíu verkum eftir Erró frá 1994. Einnig mappa með tíu eftirprentunum eftir Þórarin B. Þorláksson sem gefin voru út af Landsbanka Íslands 1986 þegar bankinn varð 100 ára en þau eru í vandaðri leðurtösku.

Margir samtímalistamenn eiga verk á uppboðinu. Þar á meðal eru Karólína Lárusdóttir, Tolli, Tumi Magnússon, Arnar Herbertsson, Sossa, Ásgeir Smári, Pétur Gautur og Vignir Jóhannsson.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283