Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Mogginn og Eyjan samhljóða

$
0
0

Leiðari Morgunblaðsins fer víða þennan morguninn en skotið er á Stundina, Þóru Arnórsdóttur fyrrverandi forsetaframbjóðanda, Birgittu Jóndsdóttur og  Smára McCarthy Pírata og Guðna Th. Jóhannesson sem er í framboði til embættis forseta Íslands líkt og Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins.

Tilefnið er meintur ofsi í viðbrögðum við því að Davíð hafi safnaða undirsskriftum fyrir framboð sitt. Leiðarahöfundur gerir sér mat úr nafnlausum pistli Eyjunnar frá því á fimmtudag um sama mál.

Í Eyjupistlinum segir að „hálf skondið sé að fylgjast með ofsakenndum viðbrögðum valinkunnra álitsgjafa og tiltekinna fjölmiðla við þeim tíðindum að Davíð Oddsson hafi boðið sig fram“. Hver eru hin ofsafengnu viðbrögð? Jú frétt um söfnun undirskrifta á ritstjórn Morgunblaðsins sem birt var á Stundinni og á Vísi.

Þá fær IMMI, stofnun um upplýsinga- og tjáningafrelsi, á baukinn fyrir það að vera lítil stofnun og að hafa ekki þá þegar uppfyllt markmið sín.

Mest er þó hneykslast á því að fjölmiðlar sjái frétt í því að umdeildasti stjórnmálamaður okkar tíma finni sig í svo örvæntingafulltri söfnun undirskrifta að hann leggist svo lágt að ganga á undirmenn sína.

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins leggur svo lykkju á leið sína til að skjóta á Guðna Th. sem er sagnfræðingur. „Í þessu efni, eins og í öðru, hefur meðal annars þýðingu hvernig frambjóðendur hafa talað og beitt sér fram til þessa. Hafa þeir beitt sér í þágu íslenskra hagsmuna eða hafa þeir með framgangi sínum þjónað öðrum hagsmunum? Hafa þeir fjallað uppbyggilega um sögu lands og þjóðar og þau afrek sem unnin hafa verið til að koma Íslandi í þær álnir sem raun ber vitni, eða hafa þeir gert lítið úr vinnu þeirra sem á undan eru gengnir?“ Hér endurómar leiðarahöfundur ummæli ritstjórans í forsetaframboði þar sem gefið var í skyn að Guðni Th., sá frambjóðandi sem nýtur mesta fylgis, hafi eytt ævinni í að tala niður íslenska þjóð.

Við lestur nafnflausa pistilsins á Eyjunni og leiðara Morgunblaðsins, sem efnislega eru sömu skrif, verður ljóst á ritstjórnum beggja virðist fréttanefið eitt ekki ráða heldur eitthvað allt, allt annað.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283