Tuttugu konum af erlendum uppruna búsettar á Íslandi verður boðið að taka þátt í námskeiði til starfseflingar næstkomandi fimmtudag á vegum Samtaka kvenna af erlendum uppruna og Capacent. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí. „Markmiðið er að fjölga tækifærum þeirra á vinnumarkaði svo þær geti nýtt menntun, hæfni og reynslu sína,“ segir á vef Samtaka kvenna af erlendum uppruna.
Þá segir að með Með þátttöku Capacent í verkefninu „vonast starfsfólk Capacent til þess að geta miðlað af þekkingu sinni og reynslu, og aukið í leiðinni skilning sinn á aðstæðum og áskorunum sem konur af erlendum uppruna upplifa á íslenskum vinnumarkaði.“
Námskeiðið er konum að kostnaðarlausu og boðið verður upp á hádegisverð og kaffiveitingar á staðnum. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí. Skráning fer fram á vefsíðu Capacent.
Dagskrá:
Vinnustofur kl. 9:00-14:00
Tækifæri á íslenskum vinnumarkaði.
Leiðir til þess að nýta tækifæri á vinnumarkaði.
Gerð ferilskrár og kynningarbréfs.
Undirbúningur fyrir atvinnuviðtal.
Samtal við ráðgjafa í ráðningum kl. 14:00-16:00