Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Námskeið til starfseflingar kvenna af erlendum uppruna

$
0
0

Tuttugu konum af erlendum uppruna búsettar á Íslandi verður boðið að taka þátt í námskeiði til starfseflingar næstkomandi fimmtudag á vegum Samtaka kvenna af erlendum uppruna og Capacent. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí. „Mark­miðið er að fjölga tæki­færum þeirra á vinnu­markaði svo þær geti nýtt menntun, hæfni og reynslu sína,“ segir á vef Samtaka kvenna af erlendum uppruna.

Þá segir að með Með þátt­töku Capacent í verk­efninu „vonast starfs­fólk Capacent til þess að geta miðlað af þekk­ingu sinni og reynslu, og aukið í leið­inni skilning sinn á aðstæðum og áskor­unum sem konur af erlendum uppruna upplifa á íslenskum vinnu­markaði.“

Námskeiðið er konum að kostn­að­ar­lausu og boðið verður upp á hádeg­is­verð og kaffi­veit­ingar á staðnum. Umsókn­ar­frestur er til og með 21. maí. Skráning fer fram á vefsíðu Capacent.

Dagskrá:
Vinnu­stofur kl. 9:00-14:00

Tæki­færi á íslenskum vinnu­markaði.
Leiðir til þess að nýta tæki­færi á vinnu­markaði.
Gerð feril­skrár og kynn­ing­ar­bréfs.
Undir­bún­ingur fyrir atvinnu­viðtal.
Samtal við ráðgjafa í ráðn­ingum kl. 14:00-16:00


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283