Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

„Það er köld staðreynd að ungt fólk hefur það verra en aðrir hópar sem þetta land byggja.“

$
0
0

Sérstök umræða um stöðu ungs fólks fer nú fram á Alþingi að beiðni Björtu Ólafsdóttur, þingkonu Bjartrar framtíðar. Björt segir það engar getgátur, heldur „staðreynd að ungt fólk hefur það verra en aðrir hópar sem þetta land byggja. “ Hún fór hörðum orðum ríkistjórnina og sagði hana ekki forgangsraða fyrir ungt fólk.

Sigríði Andersen leiðist „barlómurinn“

„Ungt fólk hefur dregist aftur úr í kjörum á sama tíma og þjóðarbúið stendur vel,“ sagði Björt. Hún gagnrýndi þingmenn fyrir að gera lítið úr málinu. Þá gerði hún ummæli Sigríðar Andersen, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, á Hringbraut að sérstöku umfjöllunarefni. Sigríður lýsti umræðu um stöðu ungs fólks sem barlóm. „Það veldur mér áhyggjum að jafnvel þingmenn tala um barlóm eða væl svo ég þýði fyrir yngri kynslóðir,“ sagði Björt og tók sérstaklega fram að þar væri hún að vitna til ummæla Sigríðar í þættinum Þinghól á Hringbraut. „Mér leiðist nú svolítið þessi barlómur um unga fólkið,“ sagði Sigríður í viðtalinu.

Fyrsta kynslóðin til að hafa það verra en foreldrarnir

Í umræðum á Alþingi kom fram að ráðstöfunartekjur 25 – 29 ára íslendinga eru minni í dag en fyrir tíu árum. Þeir sem eru undir tvítugu hafa minna undir höndum en árið 1999. „Það skiptir máli að ungt fólk fái notið afraksturs vinnu sinnar og elju eins og aðrir,“ sagði Björt og gagnrýndi dugleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum unga fólksins. „Ríkisstjórnin hefur forgangsraðað í annað en ungt fólk.“ Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, benti á að aldamótakynslóðin væri fyrsta kynslóðin til að hafa það verra en kynslóð foreldranna.

Stjórnarþingmenn ræða stöðuna líkt og um ímyndakrísu sé að ræða

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra virtist ekki vilja kannast við að staðan væri slæm hjá ungu fólki. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. fór í pontu og óskaði þess að þingmenn hæfu sig yfir argaþras, ræddu stóru myndina og þá taldi hann að marga hafa tilhneigingu til að tala niður land og þjóð. Stjórnarþingmenn hafa því ekki annað fram að færi í umræðunni en að fyrst og fremst sé um ímyndakrísu að ræða. Þingmenn sem ræði stöðu ungs fólks séu í raun vandinn ekki þær staðreyndir að ungt fólk hefur samkvæmt flestum mælikvörðum dregist aftur úr öðrum samfélagshópum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283