Sahar Qawasmi kvensjúkdómalæknir og Hazem Shalaldah bæklunarskurðlæknir og forstjóri sjúkrahússins Al Mezen Specialty Hospital greina frá störfum sínum í Al Khalil (Hebron) og ástandinu í Palestínu á opnum fundi í Friðarhúsinu, næstkomandi laugardag 21. maí kl. 13:00.
Skoðið einnig Ef Ísland væri Palestína
Sahar er jafnframt virk í stjórnmálum en hún er fyrsta konan til að vera kosin í miðstjórn Fatah á Hebron-svæðinu og er jafnframt þingmaður á Löggjafarþinginu sem kosið var til árið 2006. Hún kynntist ógnum hernámsins ung að árum er faðir hennar sem var borgarstjóri í Hebron var numinn á brott af Ísraelsher, varpað úr landi og síðan myrtur í Jordaníu.
Sahar hefur hug á að fjalla almennt um stjórnmálaástandið í Palestínu, um afleiðingar síðasta stríðs gegn íbúum Gaza í júlí-ágúst 2014, og einnig um áhrif hernámsins á æsku og aldursdreifingu.
Lesið einnig bréf norska læknisins Mads Gilbert sem starfar sem læknir í Shifa, Gaza. Hann lýsir skelfingunum sem hann upplifði aðfaranótt sunnudagsins 20. júlí þegar ísraelski herinn hóf landhernað á Gaza og þeim afleiðingum sem það hafði í för með sér:
… bílfarmar með sundurlimuðu, blæðandi, skjálfandi, deyjandi – særðum Palestínubúum á öllum aldri, allt óbreyttir borgarar, allir saklausir.
Fundurinn með Sahar Qawasmi kvensjúkdómalækni og Hazem Shalaldah fer fram í Friðarhúsinu á horni Njálsgötu og Snorrabrautar og er öllum opinn.
Upplýsingar um fundinn má nálgast á Facebook hér. Látið endilega orðið berast.