Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Afstaða Íslands vekur heimsathygli – Opið bréf til stjórnvalda

$
0
0

Opið bréf til íslenskra stjórnvalda. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra,fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.

“If access to health care is considered a human right, who is considered human enough to have that right?” – Dr. Paul Farmer

Oft er sagt að orðum fylgi vald og þess vegna verði að velja þau af kostgæfni. Þetta á betur við í sumum tilfellum en öðrum og nú er einmitt slík staða uppi. Heimsleiðtogar, fulltrúar stjórnvalda, sérfræðingar í alnæmisvörnum og fulltrúar almannasamtaka eru þessa dagana að undirbúa stórfund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um upprætingu alnæmis í heiminum (UN High Level Meeting on Ending AIDS) Þessir fulltrúar ættu að einbeita sér að að alnæmisvörnum framtíðarinnar. Þess í stað hafa umræðurnar snúist upp í ákafar deilur um hvaða orð beri að nota til að lýsa áformum heimsins í alnæmisvörnum á næsta fimm ára tímabili.

Orðfæri um mannréttindamál er gjarnan notað eins og þau séu sjálfsagt mál, án raunverulegs skilnings á því hvaða áhrif það hefur að vera sviptur slíkum réttindum.  Mörg okkar upplifa hins vegar stöðuga mismunun, ofbeldi og önnur mannréttindabrot sem sýna okkur að ekki er líf allra manna metið að jöfnu, þrátt fyrir allan fagurgala um að svo sé. Við erum iðulega talin glæpasamleg, ímynd okkar er svert í huga almennings og stundum erum við svipt réttinum til að teljast mennskar verur.

Orðin eru notuð kerfisbundið til að ala á mismunun í okkar garð, stundum með hreinræktaðri hatursorðræðu, stundum með mildari hætti, en umfram allt með því að þagga niður í okkur. Nýjustu dæmin um það er að fulltrúar réttindasamtaka eru útilokaðir frá þátttöku í undirbúningnum fyrir stórfund Sameinuðu þjóðanna um alnæmi, gjarnan af eigin ríkisstjórnum.

Í samningaviðræðum í síðustu viku um lokaskjal stórfundar SÞ, sem fram fóru í New York, lögðu fulltrúar ríksstjórnar Íslands mikla áherslu á orð, einkum tvö orð – “sex work” – sem þeir vilja fjarlægja með öllu úr lokaskjalinu en setja í þeirra stað orðin “people who sell sex”.

Á yfirborðinu virðist þetta saklaust, en orðum fylgir vald. Við núverandi aðstæður fylgir þessum orðum  sérstakt vald.

Sumt fólk heldur því fram að orðalagið “sex work” sé einungis tilraun til að veita sölu kynlífsþjónustu lögmæti. Aðrir ganga svo langt að fullyrða að þetta orðalag sé einungis notað af dólgum og mansalsfautum sem leitast við að auka eigin gróða.

Orð eru til þess fallin að afvegaleiða umræðuna og það er einmitt það sem hér er að gerast.

Fyrir þau okkar sem seljum kynlífsþjónustu er “sex work” það orðalag sem við kjósum sjálf að nota til að lýsa störfum okkar og það á sér rætur í samfélagi okkar. Í huga okkar fylgir þessu orðalagi kyngikraftur, þar sem því fylgir von um að það geti tryggt okkur sambærileg réttindi og aðrar starfsstéttir njóta. Því gæti fylgt aukin réttarvernd, til dæmis vernd gegn ómanneskjulegum vinnuaðstæðum, arðráni og þrælkun –  nákvæmlega sömu mannréttindabrotum og andstæðingar þess að “sex work” sé viðurkennt sem starf segjast vilja vernda okkur gegn.

Víða er viðurkennt að starfsheitið “Sex work” sé til þess fallið að vinna gegn ofbeldi, kúgun, arðráni, svertingu (e. stigma) og útskúfun  kynlífsstarfsfólks. Þess vegna er það ekki einungis kynlífsstarfsfólk sem kýs að nota það,  heldur nota UNAIDS, UNDP, ILO, WHO, UN Women, Amnesty International og Human Rights Watch einnig  þau hugtök til að lýsa starfi okkar.

Alþjóða vinnumálastofnunin, ILO, hefur ítrekað fjallað um kynlífsstörf í tengslum við ráðleggingar 200 (e. recommendation 200) – fyrstu alþjóðlegu viðmiðin um HIV og alnæmi á vinnumarkaði – sem einnig ná til hins óformlega vinnumarkaðar þar sem kynlífsstörf eiga sér jafnan stað. Á síðustu alþjóðlegu ráðstefnunni um alnæmi, sem haldin var 2014, birti The Lancet rannsókn sem sýndi að afglæpun kynlífsstarfa væri mikilvægasta leiðin til bregðast við HIV og alnæmi meðal kynlífsstarfsfólks, og gæti afstýrt 33% til 46% nýsmita. Að hafna notkun orðsins starf í mikilvægu lykilskjali lokar leiðum okkar til vinnuverndar.

Sum ríki vilja útiloka tiltekna samfélagshópa frá því að vera nefndir á nafn í gögnum Sameinuðu þjóðanna. Sum hafna því að heilsa og velferð þessara samfélagshópa sé forgangsatriði eða telja að líf okkar sé ekki þess vert að kosta nokkru til að vernda það, enn önnur hafna því að samfélög okkar séu til.

Vera má að framganga Íslands að undanförnu byggist á góðum áformum, innlendri umræðu og ríkjandi hugmyndafræðilegri afstöðu. Engu að síður þjónar hún hagsmunum þeirra sem ala á hatri, kúgun og misrétti. Það bitnar einkum á lykilhópum í fátækari heimshlutum, sem setja traust sitt á stefnumarkandi ályktanir SÞ til að afla fjár til að verja málstað sinn og til að tryggja viðunandi heilbrigðisþjónustu. Þessi staða er sérlega alvarleg í ljósi þess að sum styrktarríki hafa dregið úr framlögum sínum til baráttunnar gegn alnæmi, berklum og malaríu. Á meðal þeirra ríkja eru Danmörk og Svíþjóð.

Þér kann að virðast að þetta sé einungis þræta um tvö orð “sex work”, en í okkar huga er málið miklu stærra. Við gerum ekki kröfu til þess að þér líki þetta orðalag – við erum ekki í hugmyndafræðilegu stríði um það hver hefur réttast fyrir sér. Hins vegar er mikilvægt að átta sig á því að krafa um varhugavert orðalag í ályktun SÞ gerir ekkert til að bæta líf kynlífsstarfsfólks eða sigrast á alnæmi. Það mun, þvert á móti, vinna gegn þeim markmiðum.

Við undirrituð, skorum í fullri vinsemd á Ísland að viðurkenna að mannréttindavernd kynlífsstarfsfóks og annarra jaðarhópa er forgangsverkefnið, en ekki að koma hugmyndafræðilegri afstöðu einstakra ríkja á framfæri, jafnvel á kostnað almenns aðgengis að HIV meðferð, heilsuvernd, forvörnum og stuðningi sem nauðsynlegur er til að tryggja framgang þeirra orða sem okkur ber að setja á oddinn – að útrýma alnæmi.

Nokkur samtök af nær 250 sem undirritað hafa ákallið til íslenskra stjórnvalda:

Rose Alliance, Sweden
http://www.rosealliance.se

NSWP (Global Network of Sex Work Projects)
http://www.nswp.org/

Harm Reduction International
http://www.ihra.net/

WONETHA Uganda (Women‘s Organization for Human Rights Advocacy)
http://wonethauganda.org/

International AIDS Society
http://www.iasociety.org/

ARASA (AIDS and Rights Alliance for Southern Africa)
http://www.arasa.info/

Coalition of Asia-Pacific Regional Networks on HIV/AIDS (7 sisters)
http://www.7sisters.org/

SWAN – Sex Workers’ Rights Advocacy Network in Central and Eastern Europe and Central Asia
http://www.swannet.org/

ICRSE – the International Committee on the Rights of Sex Workers in Europe
http://www.sexworkeurope.org/

Caribbean Sex Work Coalition
http://caribbeansexworkcollective.org/

NNSW (National Network of Sex Workers), India
http://www.nswp.org/members/nnsw-national-network-sex-workers

MSMGF (Global forum on MSM & HIV)
http://msmgf.org/

The Street Lawyer – Gadejuristen, Denmark
http://www.gadejuristen.dk/

GNP+ (Global network of people living with HIV)
http://www.gnpplus.net/

AVAC (AIDS Vaccine Advocacy Coalition)
http://www.avac.org/

ITPC (International Treatment Preparedness Coalition)
http://itpcglobal.org/

 

Allar undirskriftir má sjá hér.Opið-bréf-til-íslenskra-stjórnvalda-íslensk-þýðing-með-undirskriftum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283