Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur gefið út myndband þar sem hann að sögn sýnir fram á að Ríkisútvarpið hafi ekki staðið rétt að því hvernig forsetaframbjóðendur voru valdir til kynningar í dagskrá sjónvarpsins. Hann segir að um kosningasvindl sé að ræða.
Ástþór gerir meðal annars athugasemd við það að nöfn frambjóðenda hafi verið dregin upp úr kaffibolla og fréttamenn hafi haft áhrif á það með sjónhverfingum í hvaða röð frambjóðendur voru valdir. Ríkisútvarpið birtir viðtalsþætti í sjónvarpinu þar sem hver frambjóðandi situr fyrir svörum, frá 7. júní.
Hér má sjá myndbandið: