Einu sinni réðu skipstjórar því nánast einir hvað þeir fiskuðu, hvar og hve mikið. Þeir þóttu standa sig best sem færðu mest að landi eftir fæsta daga á sjó. Það er talsvert langt síðan þetta breyttist.
Í dag eru það eigendur skipanna, útgerðarmennirnir, sem ráð meiru um það en skipstjórar hvað skal veiða og hve mikið þó samstarf þeirra á milli sé það sem á endanum er lagt til grundavallar. Það er hið eðlilegasta mál enda hafa þessir aðilar sameiginlegt markmið að vinna að.
Þeir útgerðarmenn sem ráða yfir Morgunblaðinu hljóta að hugsa eins í þeim rekstri. Ritstjórinn er þeirra skipstjóri, fréttamennirnir hásetarnir á dekkinu. Eigendurnir leggja línurnar með ritstjóranum um hvernig blaðið skuli rekið og hvernig það á að fjalla um mál með það í huga að ná fram markmiðum sínum með útgáfu blaðsins.
En á endanum eru það eigendurnir sem ráða. Skiljanlega. Þeirra markmið er fyrst og síðast að blaðið skili þeim árangri sem að er stefnt í rekstrinum sem er gæta hagsmuna eigendanna umfram allt annað og tala máli þeirra.
Þetta er ágætt að hafa í huga vegna umfjöllunar blaðsins um frambjóðendur til embættis forseta Íslands.
Allt hefur sinn tilgang.