Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Mörgæsir þurfa hlýjar peysur

$
0
0

Eyjan Phillip er 140 km suðaustur af borginni Melbourne í Ástralíu. Eyjan er heimkynni smárra mörgæsa sem líka eru kallaðar Korora mörgæsir.

Screen Shot 2014-03-10 at 4.41.41 PM

Mörgæsaverndunarsamtök eyjunnar hafa brugðið á það ráð að klæða litlu mörgæsirnar í handprjónaðar peysur  til að verja þær gegn kulda en líka til að koma í veg fyrir að þær reyni að hreinsa af sér olíubrák með gogginum.

Töluvert er um mengun af völdum olíuleka smábáta í hafinu í kringum eyjuna og því brugðu samtökin á þetta ráð. Mörgæsir sem lenda í olíupollum reyna að flýta sér í land við slíkar aðstæður því þær missa við olíubrákina eiginleikann til að hrinda frá sér vatni og olían klessir fjaðrir þeirra saman svo að þær eiga erfiðara með að halda á sér hita.

penguin-foundation-phillip-island-2

Verkefni á vegum samtakanna sem kallast „Knits for Nature“  hefur orðið til þess að ótal sjálfboðaliðar hafa nú prjónað mörgæsapeysur fyrir samtökin og bera peysurnar hönnunareinkenni höfunda sinna. Ef einhver er til í að prjóna á litlu mörgæsirnar þá er hér uppskrift af mörgæsapeysu.

ATH! eftir að við birtum þennan greinarstubb í dag bárust okkur upplýsingar frá athugulum lesendum að mörgæsapeysuævintýrið væri í raun ekkert annað en netfár sem fór af stað fyrir nokkrum árum síðar. Við biðjumst velvirðingar á því að hafa ekki leitað betri staðreynda við skrif greinarinnar en við bara kolféllum fyrir hugmyndinni, enda eru mörgæsirnar ómótstæðilegar í þessum peysum. En hér má lesa ítarlega um „Stóra Mörgæsapeysumálið.“ 

ljósmyndir af Facebooksíðu samtakanna.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283