Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ótvíræður sigurvegari

$
0
0

„Ég er ekki með varalit. Ég er samt að tala.“
Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi

Það er ekki líklegt að Elísabet Jökulsdóttir verði kjörin forseti Íslands í dag. Þó er hún á sinn hátt ótvíræður sigurvegari kosningabaráttunnar. Fæstum fannst mikið til framboðs hennar koma í upphafi. Ég var einn af þeim. En það hefur breyst.

Elísabet hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með heillandi framgöngu sinni og án þess að verða nokkru sinni fótaskortur á leiðinni. Hún er þjóðargersemi sem öllum þykir bæði vænt um og mikið til koma. Flest viljum við vera Elísabet í okkur en erum og verðum það fæst.

En það munu fáir kjósa Elísabetu Jökulsdóttur í dag því það er nú einu sinni þannig að það er í eðli hópsins að hafna sínu hæfasta fólki.

Kannski er það lærdómur dagsins?

Ljósmynd: Spessi


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283