Við mætum Englendingum í sextán liða úrslitum á EM í Nice klukkan 07:00 að íslenskum tíma í kvöld. Auðvitað búast ýmsir við því að Íslendingar tapi en við hér á ritstjórn Kvennablaðsins erum á öðru máli og segjum að Englendingar hafi fulla ástæðu til að vera skíthræddir við íslensku andstæðingana.
Stuðningsliðið okkar sem er engu líkt – verður á sínum stað en talið er að ríflega 3000 Íslendingar muni verða á leiknum í kvöld og þar verður einnig nýbakaður forseti Guðni Th. Jóhannesson sem er gríðarlega heppinn gaur því hann fékk forsetaembættið í afmælisgjöf í gær. Við treystum því, Guðni, að vera þín á leiknum færi Íslendingum gæfu!
Heimsveldið Bretland er að hrynja innanfrá eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og ekki er ólíklegt að þeir segi sig úr keppni með leik sínum í kvöld.
Bretar þið skulið vera á tánum – Gylfi er stórhættulegur andstæðingur, spörkin hans Arons drífa lengra en þið haldið og Hannes er náttúrlega á góðri leið með að verða besti markmaður heimsins!