Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Nú kremjum við Breta! – Hvernig fer leikurinn? – Könnun

$
0
0

Við mætum Englendingum í sextán liða úrslitum á EM í Nice klukkan 07:00 að íslenskum tíma í kvöld. Auðvitað búast ýmsir við því að Íslendingar tapi en við hér á ritstjórn Kvennablaðsins erum á öðru máli og segjum að Englendingar hafi fulla ástæðu til að vera skíthræddir við íslensku andstæðingana.

Hvernig er annað hægt en að óttast þennan mann?

Hvernig er annað hægt en að óttast þennan mann?

Stuðningsliðið okkar sem er engu líkt – verður á sínum stað en talið er að ríflega 3000 Íslendingar muni verða á leiknum í kvöld og þar verður einnig nýbakaður forseti Guðni Th. Jóhannesson sem er gríðarlega heppinn gaur því hann fékk forsetaembættið í afmælisgjöf í gær. Við treystum því, Guðni, að vera þín á leiknum færi Íslendingum gæfu!

Lesið um Guðna hér:

Heimsveldið Bretland er að hrynja innanfrá eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og ekki er ólíklegt að þeir segi sig úr keppni með leik sínum í kvöld.

Lesið um BREXIT hér:

Bretar þið skulið vera á tánum – Gylfi er stórhættulegur andstæðingur, spörkin hans Arons drífa lengra en þið haldið og Hannes er náttúrlega á góðri leið með að verða besti markmaður heimsins!

Hannes.markjpg

Hannes, Hannes, Hannes!

En hvernig heldur þú að leikurinn fari?

Taktu þátt í þessari laufléttu könnun!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283