Hjónin Alex og Sian Pratchett eru fótboltaáhugafólk og stoltir nískupúkar sem vakið hafa athygli um allan heim. Árið 2014 keyptu þau – eins og svo margir aðrir – sérstaka límiðabók í tilefni af Evrópumeistaramótimu í fótbolta. Fyrirtækið Panini gefur út opinbera límmiða bók mótsins.
Hjónin ákváðu fljótt að þau ætluðu ekki að borga fyrir alla límmiðana sem þarf til að fylla bókina enda höfðu þau reiknað út að kostnaðurinn væri um £450. Það samsvarar um 70 þúsund krónum í dag en hafa skal í huga að Bretar höfðu árið 2014 ekki tekið sig til og kosið yfir sig úr Evrópusambandinu og keyrt pundið niður í gengi níunda áratugarins.
Pratchett-hjónin ákvaðu í staðinn fyrir að eyða í límmiðana stórfé – að teikna hvern einasta límiða og þar með hvern einasta leikmann áður en úrslitaleik Evrópumeistaramótsins lyki.
„Við héldum að nokkrir vinir og fjölskyldu þætti þessi kjánalæti í okkur örlítið fyndin og ætli við höfum svosem ekki haft rétt fyrir okkur þar,“ skrifa þau á bloggsíðunni sinni.
„Við sáum ekki fyrir að fullt af fólki um allan heim þættu þessar hörmulegu – hræðilegu – teikningar okkar sprenghlægilegar og að þær myndu fljúga um alla kima internetsins.“
Pratchett hjónin eru því mætt aftur árið 216 og ætla eins og síðast að teikna alla leikmenn mótsins sjálf og spara sér kaupin.
Evrópumeistaramótið 2016 er þó örlítið stærra mál en 2014 enda hefur bæst nokkuð við í leikmannahópinn.
Árið 2014 enduðu hjónin á að klára alla leikmennina sem þá voru 640 talsins. Í ár eru leikmennirnir átta hundruð. Hjónin styðja ýmis góðgerðarmál með teikningum sínum.
Gangi þeim vel!