í Húsasmiðjunni kippti ég með mér blúndu-glasamottum úr bréfi. Pakkinn er með 30 stk og kostaði eitthvað í kringum 500kr.
Bætti þessu aðeins í seríuna í eldhúsglugganum og í stóra gluggann í borðstofunni. Setti ekki á hverja peru heldur bara svona eina og eina eftir vild. Þetta gefur skemmtilega skugga og brýtur aðeins upp þessar týpísku seríur. Auðveld smáaðgerð!