Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Að byggja piparkökuhús er góð skemmtun

$
0
0

Að byggja piparkökuhús fyrir jólin er hin besta skemmtun og er þetta upplagt verkefni fyrir fjölskylduna.
Talsverða þolinmæði þarf til að húsasmíðin heppnist vel og best er að flýta sér ekki um of.
Margir hafa komist í vanda varðandi samsetningu á húseiningunum. Bræddur sykur er gjarnan notaður sem lím, en hann er frekar óþjáll í meðförum. Hjúpsúkkulaði hefur reynst mörgum mun betur og það er miklu viðráðanlegra að sprauta bráðnu súkkulaði úr rjómasprautu en að fást við klístraðan brennheitan sykurinn.

Uppskrift að piparkökudeigi:
1800 g hveiti
800 g sykur
500 g smjör
3 dl síróp
1 msk. engifer
2 msk. negull
2 msk. kanill
1 tsk. natron
1 egg

Hnoðið allt saman og kælið í ísskáp í 3-4 klukkustundir. Fletjið út deigið og þykktin á að vera um 1/2 cm.
Skerið húsið út í deigið eftir teikningum. Það má finna margar gerðir af kökuhúsasniðum á netinu og auðvelt er að prenta út og klippa síðan út húseiningarnar.

Bakið á bökunarpappír við 175°C í um það bil 12-16 mínútur eða þar til fullbakað.

Hliðar hússins eru settar saman með hjúpsúkkulaði. Glassúrinn sem notaður er í snjó er búinn til úr tveimur eggjahvítum og 200-400 g af flórsykri. Eftir að búið er að laga glassúrinn verður að stífþeyta hann. Handriðið á tröppur og svalir má búa til með því að forma þau með hjúpsúkkulaði sem sprautað er
á bökunarpappír. Hjúpsúkkulaði er líka notað til að festa handriðið við húsið. Í lokin má skreyta húsið með því að gera grýlukerti og svo er flórsykur sigtaður yfir í lokin. Gangi ykkur vel!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283