Ef þú fæddist á sjöunda, áttunda eða níunda áratugnum máttu teljast heppin að vera enn á lífi. Í þá daga fóru börn út að morgni og sáust ekki fyrr en um kvöldmat. Þau redduðu sér ef þau komust í vandræði því enginn var með farsíma og því ekki til í dæminu að hringja og láta sækja sig. Enginn hjólaði með hjálm og engar barnalæsingar voru á lyfjaglösum eða hreinsivörum. Sá tími þegar börn úðuðu í sig sykruðu gosi og kökum er löngu liðinn en samt var offita meðal barna nánast óþekkt enda allir sífellt úti að leika sér án eftirlits.
Hvernig stendur á því að við erum enn á lífi?
Hér er svo græja sem á öruggan hátt tryggir hreyfingarleysi barna. Barnið er fest niður og bundið fast með flipum sem á eru franskir rennilásar. Á þennan hátt má tryggja ef marka má auglýsandann að barnið upplifi sig öruggt og óhrætt.