Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ungir hönnuðir sýna á Hönnunarmars

$
0
0

Nýverið opnaði hönnunarsýningin „Selected by Bility“ í versluninni Aurum í Bankastræti. Sýningin er hluti af Hönnunarmars.

„Selected by Bility“ er ný hönnunarvörulína undir merki hönnunarfyrirtækisins Studiobility sem er í eigu Guðrúnar Lilju Gunnlaugsdóttur. StudioBility hefur það að markmiði að „Selected by Bility“ geti orðið vettvangur og hvati fyrir unga hönnuði til að styrkja nafn sitt og jafnframt er því ætlað að efla hlut vörumerkisins sjálfs á markaði.

Nokkrum ungum hönnuðum var boðið að hanna og vinna spennandi vörulínu undir þessu nýja vörumerki og fyrstu hönnuðirnir sem sýna hönnun sína undir nafninu „Selected by Bility“ eru þau Elín Bríta Sigvaldadóttir, Jón Helgi Hólmgeirsson og Þorleifur Gunnar Gíslason.

Við spurðum Guðrúnu Lilju út verkefnið og þessa ungu hönnuði sem urðu fyrir valinu að þessu sinni.

Verkefnið varð að veruleika með stuðningi nýja Hönnunarsjóðsins og það er gaman að geta opnað sýninguna nú í upphafi Hönnunarmars. Við hjá Studiobility sjáum mikil tækifæri í þessum ungu hönnuðum. Þau fá frjálsar hendur með ákveðið efni og aðferðir en við lögum svo hugmyndir þeirra að vöruumhverfinu, sjáum um framleiðslu og önnumst markaðssetningu. Hönnuðirnir fá síðan prósentur af hverri seldri vöru.  Samstarfið hefur gengið mjög vel og stefnt er að því að bæta við fleiri hönnuðum í framtíðinni.

Studiobility var stofnað árið 2005 og hefur starfað síðan að ýmsum verkefnum hérlendis og erlendis. Árið 2008 hóf vörumerkið Bility starfsemi sína en það er nokkurskonar sproti út úr Studiobility sem hefur það markmið að hanna söluvænar smávörur og koma á markað. Sjá heimasíðu hér.

Hér gefur að líta nokkur þeirra verka sem eru til sýnis í Aurum. Sýningin stendur til sunnudagsins 31. mars.

EldleifturLOWRESsinglejpg

Eldleiftur – koparskermur

Innblásið af texta úr Morgunblaðinu 1968 um Kötlugos:

„Undir sólarlag var mökkurinn afar tilkomumikill að sjá þegar kvöldsólin skein á hann. Þegar tók að rökkva fór maður að sjá í mekkinum mikil og skær eldleiftur eða skínandi ljósrákir, sem lifnuðu, þutu um loftið í allar áttir og dóu svo út, allt á einu augnabliki. Og gekk svo á þessum látlausu eldingum með ógnar braki og brestum, svo björgin nötruðu og jörðin skalf.“

Form kúpulsins og mynstur er vísun í þessa lýsingu.

Hönnuður: Jón Helgi Hólmgeirsson

Hannað árið 2014

HringfariLOWRESsingle

Hringfari – klukka

Hringfarinn fer hring eftir hring rétt eins og tíminn. Skífurnar eru stálmínútuskífa og koparklukkustundaskífa. Skífurnar koma í stað vísanna eða vísarnir eru öllu heldur, hluti af skífunum. Líkt og hringfarinn dregur hringinn þá mynda vísarnir misstóra boga eftir því hvað tímanum líður. Oddur hringfarans er miðjan sem skífan snýst um.

Hönnuður: Þorleifur Gunnar Gíslason

Hannað árið 2014

 KraflaLOWRES_3

Krafla – lampaskermar

Krafla er megineldstöð í grennd við Mývatn. A Kröflusvæðinu er mikið um leir- og gufuhveri og jarðhiti eldstöðvarinnar hefur verið virkjaður frá 1984. Form skermanna eru innblásin af borholukúluhúsum sem hönnuð eru af arkitektinum Einari Þ. Ásgeirssyni. Hver skermur hefur tilvísun í raunverulegt borholunúmer og tæknilegt heiti borholunnar sjálfrar. Litir skermana eru vísun í hverasvæðið.

Hönnuðir: Jón Helgi Hólmgeirsson & Þorleifur Gunnar Gíslason

Hannað árið 2014

solstodurLOWRES_2

Sólstöður – óróar

Sumarsólstöður og vetrarsólstöður. Sólstöður eiga sér stað tvisvar á ári, að sumri og að vetri og hvorar um sig marka hápunkt árstíðar. Skil milli dags og nætur mást út og nótt og dagur renna saman í eitt. Á sumarsólstöðum lýsir sólin upp nóttina en á vetrarsólstöðum lýsir tunglið upp daginn. Sól og tungl skipta um hlutverk en eru þó ávallt samtengd og skapa órjúfanlega heild. Saman vísa óróarnir Sólstöður í þessa hringrás tungls og sólar.

Hönnuður : Elín Bríta Sigvaldadóttir

Hannað árið: 2014


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283