Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ljúffengar Brownies

$
0
0

Það er eitt sem fáir vita og það er að nota má Hellmann’s í bakstur með góðum árangri. Majónes er að sjálfsögðu að stærstum hluta til búið til úr eggjum og olíu sem eru algeng hráefni í bakstur. Með því að nota Hellmann’s fá kökur sérstaklega mjúka áferð.

Brownies

• 140 gr suðusúkkulaði
• 8 kúfaðar matskeiðar Hellmann‘s Real majónes
• 40 gr hveiti
• 25 gr kakó
• 3 egg
• 223 gr sykur
• 55 gr valhnetur
• 1 teskeið vanilludropar
• 1 teskeið lyftiduft

Aðferð:

1. Hitið ofnið í 160°C. Smyrjið ferkantað mót (ca 23. cm) og klæðið að innan með bökunarpappír.
2. Sigtið saman hveiti, lyftiduft og kakó. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
3. Þeytið egg, sykur og vanilludropa saman í stórri skál þar til blandan hefur þykknað örlítið. Blandið saman við súkkulaðið.
4. Blandið að lokum hveitiblöndunni, majónesi og fínsöxuðum valhnetum varlega saman við með sleikju.
5. Hellið í formið og bakið í um 35-45 mínútur
6. Leyfið kökunni að kólna í mótinu áður en hún er skorin í ferhyrninga og borin fram.
7. Gott er að sigta flórsykur yfir og bera fram með ferskum berjum og þeyttum rjóma eða ís.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283