Þessar spesíur eru spes og bera því nafn með rentu. Hitið ofninn í 200. Blandið öllum innihaldsefnum saman í matvinnsluvél þar til allt er vel blandað saman. Þetta má líka gera í höndunum enda fátt skemmtilegra en að möndla með deig á milli fingranna. Betra er ef smjörið er ekki alveg grjóthart.
Hnoðið deigið saman með fingrunum og mótið sívalninga svona tveggja sentimetra þykka í þvermál. Setjið deigið í frysti í 40 mínútur. Skerið í þunnar sneiðar og bakið í 5-6 mínútur. Auðvelt ekki satt?
Þetta fer í deigið:
• 175 g smjör
• 230 g hveiti
• 60 g flórsykur
• 50 g möndluflögur
• rifinn börkur utan af tveimur mandarínum