Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Tjörnes og Mánáreyjar

$
0
0
Gaukur Hjartarsson deildi með okkur fallegum myndum frá Melrakkasléttu fyrr í vetur og nú er það Tjörnesið í allri sinni dýrð. Við báðum Gauk jafnframt að segja okkur ofurlítið frá umhverfi myndanna. Gaukur segir svo frá:
Tjörnes er nesið milli Skjálfanda og Öxarfjarðar.  Á Tjörnesi er eitt af fámennari sveitarfélögum landsins, Tjörneshreppur, þar sem búa rétt liðlega 50 manns.  Á flestum bæjum á Tjörnesi er stundaður búskapur, þó flest heimili hafi einnig tekjur af annari vinnu.
Innarlega við Tjörnes vestanvert er þéttbýlið Húsavík í Norðurþingi.  Við Tjörnes eru þrjár allstórar eyjar.
140330 St Lundey (1 of 1)
Lundey er utan við Héðinshöfða, en Mánáreyjar tvær, Lágey og Háey eru um 9 km norðan við nyrstu strönd Tjörness.
140330 St Manareyjar (1 of 1)
Verulegt fuglalíf er á þessum eyjum en einkum er það lundi sem er þar fjölliðaður.  Nyrsti tangi Tjörness heitir Voladalstorfa.  Þar er fallegt að koma.  Þar er viti.
140330 St Voladalsviti2 (1 of 1)
Á um 100 m kafla á þjóðveginum framhjá Árholti sér að „kubbarnir“ fyrir utan Voladalstorfu eru fjórir.  Undir öðru sjónarhorni falla þeir saman.
140330 St Voladalstorfa (1 of 1)
Nyrstu bæir á Tjörnesi eru Mánárbakki, Máná og Árholt.  Yst á Tjörnesi er mun snjóléttara en innar við nesið og hefur verið næsta snjólaust í vetur á Mánárbakka fyrir utan óveðursskotið í þarsíðustu viku.
140330 St Manarbakki Torshamar (1 of 1)
Höfðagerðissandur heitir breið sandfjara milli Héðinshöfða og Eyvíkur.  Höfðagerðissandur er vinsælt útivistarsvæði Tjörnesinga og Húsvíkinga og fara þar um tugir manna á góðviðrisdegi.
140330 St Hofdagerdissandur (1 of 1)

Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283