Fréttatilkynning frá Matís:
Ekki nóg með að nöfn þessara eininga séu keimlík heldur er umfjöllunarefni þeirra að mörgu leyti það sama; matur! Það er því alls ekki skrýtið að fólk ruglist. Og til að bæta gráu ofan á svart þá eru þau með aðsetur eða útibú á nánast sama svæðinu í Reykjavík.
Í stuttu máli:
Matís: opinbert hlutafélag sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði
Matvælastofnun / MAST: ríkisstofnun sem sinnir m.a. stjórnsýslu og eftirliti og samræmir starfsemi heilbrigðiseftirlitsins á landsvísu
Matvís: félagasamtök iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum
Þá vitum við það!