Opinn fundur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um fátækt og mannréttindi fer fram í dag, 9. desember klukkan 12.00 – 13.30 í Iðnó í tilefni af 10. desember, alþjóðlegum degi mannréttinda.
Fátækt er ekki eingöngu skortur á efnahagslegum gæðum, eignum, sparifé og atvinnuleysi. Fátækt felur einnig í sér skort á líkamlegum og félagslegum gæðum líkt og andlegri og líkamlegri heilsu. Þá getur fátækt falið í sér skort á tækifærum til þess að hafa áhrif á stjórnmál og tækifærum til þess að lifa með mannlegri reisn og virðuleika.
Dagskrá fundarins:
12.00 Setning fundar
Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður mannréttindarráðs Reykjavíkurborgar
12.05 Upplifun barns af fátækt
Sanna Magdalena Mörtudóttir meistaranemi í mannfræði
12.20 Breiðholtsvinkillinn
Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri og formaður Hverfisráðs Breiðholts.
12.35 Volæðis teikning á Bessastöðum – ölmusa eða mannréttindi?
Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar og formaður EAPN á Íslandi
12.45 Fátækt er ekki aumingjaskapur
Ásta Dís Guðjónsdóttir samhæfingarstjóri PEP á Íslandi
12.55 Brauð og kökur
Einar Már Guðmundsson rithöfundur
13.15 Umræður og fyrirspurnir
13.30 Fundarslit
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á súpu og brauð.
Fundarstjóri: Magnús Már Guðmundsson