Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Viðurkenning Stígamóta til þátttakenda „Styttum svartnættið“

$
0
0

Viðurkenningu Stígamóta árið 2016 hlýtur hópur einstaklinga sem steig fram og sagði sögur sínar af kynferðisofbeldi í tengslum við fjáröflunarverkefnið „Styttum svartnættið.“ „Við erum ákaflega stolt af þeim og því starfi sem farið hefur fram á staðnum okkar allra og viðurkenningar ársins eru þeirra,“ segir í tilkynningu Stígamóta.

Auglýsing

Eitt af því ánægjulegasta sem við gerum á Stígamótum er að veita árlegar viðurkenningar fyrir mikilvægt starf í þágu málaflokksins okkar. Það höfum við gert síðan árið 2008. Við höfum veitt jafnréttisviðurkenningar, réttlætisviðurkenningar, sannleiksviðurkenningar, samstöðuviðurkenningar og ýmislegt fleira sem okkur hefur þótt mikilvægt.“

Þá segir að starfsfólk Stígamóta hafi í ár velt fyrir sér hvaða fólk væri verðugast til þess að hljóta þennan heiður. „Valið var auðvelt. Árið 2016 var ár Stígamótafólksins sem stóð fram og sagði sögur sínar og leyfði birtingu mynda af sér með tölurnar sínar sem tákna tímann sem leið frá því ofbeldi var framið á þeim og þar til þau sögðu frá ofbeldinu. Það voru þau sem voru talskonur og talsmenn Stígamóta í fræðslu og fjáröflunarátaki ársins „Styttum svartnættið“. Við erum ákaflega stolt af þeim og því starfi sem farið hefur fram á staðnum okkar allra og viðurkenningar ársins eru þeirra.“


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283