Þetta myndband var tekið á Midway Island í Kyrrahafinu í meira en 3000 km fjarlægð frá byggð og sýnir á átakanlegan hátt hvernig rusl mannfólksins er að hafa áhrif á dýralíf og náttúruna. Það þarf ekki að fara til eyja í Kyrrahafinu til að sjá umhverfissóðaskapinn. Fjörurnar á Íslandi eru uppfullar af drasli. Hvernig er innvolsið í þeim fuglum sem hafast við hér? Hefur einhver kannað það?
CC Ljósmynd tekin af Flickr