Kvennablaðið vill benda lesendum sínum á viðtal við Pétur Þorsteinsson fyrrum skólastjóra og formann Snarrótarinnar hjá Harmageddon.
Pétur ræddi meðal annars hervæðingu lögreglunnar sem og hvaða leiðir hefði hugsanlega mátt fara án þess að kæmi til manndráps. Það lá fyrir að maðurinn sem lést þennan örlagaríka dag var með vopn í fórum sínum og hafði lögreglu verið gert viðvart um það áður en þessi dagur rann upp með þeim afleiðingum sem nú eru heyrum kunnar.
Þessi atburður markar tímamót í íslenskri lögreglusögu og er vert að velta því fyrir sér hvernig samfélagið er að þróast í tilliti til þjónustu við einstaklinga sem þjást af geðröskunum.
Pétur ræðir aðgerðir lögreglu þennan umrædda dag og kannski frekar aðgerðarleysi lögreglunnar í ljósi þeirrar vitneskju sem hún bjó yfir hvað varðar þennan ákveðna einstakling.
Lögreglan starfar í þágu landsmanna og við greiðum skatta til að standa straum af starfsemi hennar og því er það skylda okkar að velta því fyrir okkur hverskonar löggæslu við viljum að hér sé stunduð.
Pétur kallar eftir óháðri rannsókn og hér má hlýða á viðtalið í heild sinni.
Snarrótin – Samtök um borgaraleg réttindi er félag áhugamanna um opið samfélag, mannréttindi, upplýsingafrelsi og nýjar leiðir í fíknivörnum. Vefsíðu samtakanna er hægt að skoða hér. Snarrótin er vitaskuld á Facebook.