Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Fordómar roskinnar konu um tvítugt

$
0
0

Ég er búin að lifa í 60+ ár og á þeim tíma hef ég breyst í útliti (fríkkað með hverju árinu sem líður) og innræti. Audda hef ég alltaf verið góð, hjálpsöm og til í að skiptast á leikföngum og svona. Það eina sem hefur ekki breyst á öllum þessum tíma er að  ég er róttækur vinstri maður og svo er gerðist ég femínisti 25 ára gömul, vegna þess að það er einfaldlega kommon sens.

Um tvítugt hefði ég verið ídeal framboðskanditat fyrir Teboðshreyfinguna. Um tvítugt þá var ég á móti fóstureyðingum.Ég lét skíra börnin mín. Ég fór í kirkju á jólunum og ég átti það til að lesa ástarsögur. Hehemm.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Að vera tvítugur er ekki endilega merki um opinn huga og víðsýni nema síður sé. Ég var með hrikalega hommafóbíu. Ég var alveg: Djöfulsins viðbjóður og ég hugsaði aldrei um samkynhneigða öðruvísi en að leiða hugann að kynmökum þeirra.

Nú vildi ég geta sagt að þessi þröngsýni hafi horfið um tvítug en því miður, ég var komin hátt á þrítugsaldur þegar ég eignaðist vinkonu og samstarfskonu, Margréti Pálu Ólafsdóttur, sem var svo skemmtileg og fræðandi að ég gjörbreytti viðhorfi mínu. Fáir hafa fengið mig til að hlæja jafn tryllingslega og konan sú.

Síðan þá hefur bæst í vinahópinn, samkynhneigðir vinir mínir af báðum kynjum hafa gert það að verkum að mér er fyrirmunað að skilja hvað gekk að mér á hommafóbíutímabilinu. Ekki nóg með að ég hafi verið fóbísk á samkynhneigða, viðhorf mín almennt hefðu smellpassað inn í nunnuklaustur á miðöldum.

Áhugasvið mitt voru föt, snyrtivörur, skór, strákar og bresk stelputímarit eins og „Petticoat“.

Hin síðari ár hefur áhugi minn á málefnum samkynhneigðra vaxið ískyggilega og ég læt ekkert tækifæri ónotað til að leggja málefninu lið. Samkynhneigður vinur minn sagði að ég væri hommamagneta, þeir sjúgast að mér.

Þetta er tvíbent hrós því þeir alkar sem ég hef átt náið samneyti við hafa sagt mér að ég sé alkamagneta.

Fokk them!

Alkar leyna á sér nefnilega, þeir geta verið svo ógeðslega sjarmerandi, með „glimt i ögat“ og þeir fara beint í hnéskeljarnar á mér og áður en ég næ að snúa mér við þá er ég búin að giftast þeim, fara með þeim í sambúð eða sest með þeim á tún borgarinnar í heiftarlegum rómans.

Ég er orðin leið á lúserum eins og Gylfa Ægis, Snorra í Betel og Gunnari Krossinum, varðandi hommahatur þeirra. Ef ég á að vera hreinskilinn og kalla skóflu, skóflu, þá er enginn grundvallarmunur á gyðinga- og hommahatri.

Farið með það í hatursbankann svínabestin ykkar.

Ég tek Gunnar í Krossi sem dæmi. Hann minnir mann nú ekki beinlíns á Jesú Krist þessi trúarleiðtogi. Við Gunnar vildi ég sagt hafa: Sá yðar sem friggings syndlaus er…

Fjandinn fjarri mér hvað þessir guðspostular eru óralangt frá guði, ef hann er til, sem ég veit ekki afturenda um.

Mei ðe fors bí wið jú.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283