Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Syngjandi konur á öllum aldri

$
0
0

Léttsveitin einhver fjörugasti og skemmtilegasti kór landsins heldur vortónleika sína í Norðurljósasal Hörpu miðvikudaginn 9.apríl  kl. 20:00. Upplagt að skella sér á tónleikana og fagni því að loks er að vora. Léttsveitin mun eingöngu flytja íslensk lög og sérstakir gestir hennar eru hljómsveitin Ylja og einsöngvarinn Kolbrún Völkudóttir.  Kolbrún Völkudóttir syngur á táknmáli. Stjórnandi Léttsveitar Reykjavíkur er Gísli Magna og hljómsveitarstjóri er Aðalheiður Þorsteinsdóttir.  Miðaverð er 3.800 kr. Miðar eru seldir á midi.is og harpa.is en þá verður einnig hægt að kaupa við innganginn.

hornafjordur_2013

Við náðum tali af Gísla Magna stjórnanda kórsins og fræddumst um tilefni tónleikanna.

GísliogAlla

Eru vortónleikar Léttsveitarinnar árviss viðburður?

Já, vortónleikar eru árlegur viðburður hjá okkur. Kórinn heldur líka haust- eða jólatónleika. Kórinn er að sigla inn í sitt tuttugasta starfsár í haust, þannig að þessir tónleikar á miðvikudaginn eru þeir nítjándu frá því að kórinn var settur á laggirnar.

Hvað eru margar konur í kórnum og á hvaða aldri er hópurinn?

Kórinn samanstendur af 125 konum á öllum aldri úr öllum stéttum þjóðfélagssins, sem koma saman í hverri viku og njóta sín saman í gegnum sönginn.

Hvernig kemst maður í kórinn? Eru árlega teknir inn nýir meðlimir?

Síðan að ég tók við kórnum höfum við tekið inn örfá nýja meðlimi ár hvert. Aðsóknin er ótrúlega mikil, þannig að við höfum þurft að neita ansi mörgum konum. Það vantar ekki raddir eins og er, en svo gæti staðan verið öðruvísi í haust..

Hvaða smellir verða sungnir í Hörpu á miðvikudaginn?

Á tónleikunum verður eingöngu flutt íslensk tónlist sem hefur verið vinsæl síðustu 20-30 árin. Má þar nefna Svarthvítu hetjuna og Spiladósalag Todmobile, svo eitthvað sé nefnt.

Hvað er svo fleira á döfinni hjá kórnum?

Við stefnum á MEGA tónleika að ári þar sem haldið verður upp á 20 ára afmæli kórsins.

 

Grafarvogur_2013


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283