Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

ASÍ mótmælir of háu kostnaðarþaki fyrir sjúklinga

$
0
0

Í umræðu á Alþingi í síðustu viku um greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskostnaði kom fram í máli heilbrigðisráðherra að árlegt kostnaðarþak sjúklinga yrði á bilinu 50 til 70 þúsund ári frá og með 1. maí 2017. „ASÍ kallar eftir því að staðið verði við fyrirheit um 50.000 kr. þak eins og lagt var upp með. Heilbrigðisráðherra verður að gefa út afdráttarlausa yfirlýsingu um fjárhæð þaksins á almennu gjaldi verði ekki hærri en 50.000 kr. og endurskoða þakið og reiknireglur í þeim drögum að reglugerð sem nú liggja fyrir. Samkvæmt þeim á þakið að verða 69.700 fyrir almenna sjúklinga en 45.300 kr. fyrir lífeyrisþega og börn. Þetta er allt of hátt þak,“ segir í tilkynningu frá ASÍ sem birtist á föstudag.

Auglýsing

ASÍ hefur tekið saman nokkur dæmi um breytingar á kostnaðarþátttöku ef heilbrigðisráðherra undirritar drög að reglugerð óbreytta með almennu þaki upp á 69.700 kr. Dæmin sýna kostnað við að leita sér tilfallandi læknisþjónustu hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum ef sjúklingurinn hefur ekki náð greiðsluþátttökuþaki.

greidsluthatttaka2

greidsluthatttaka1

Eins og dæmin sýna mun kostnaðarþátttaka aukast um 10-40% fyrir einstaka heimsóknir almennra sjúklinga og 70-125% hjá lífeyrisþegum. Börn munu fá gjaldfrjálsa þjónustu hjá sérgreinalæknum að því gefnu að þau fái fyrst tilvísun frá heimilislækni. Að öðrum kosti mun kostnaðarþátttaka þeirra hjá t.d. háls-, nef- og eyrnalæknum aukast um rúmlega 600%.

Auglýsing

Þessi kostnaðaraukning er óásættanleg og mun að öllum líkindum valda því að enn fleiri fresti nauðsynlegri læknisþjónustu vegna kostnaðar en þetta hlutfall er nú þegar mun hærra en á hinum Norðurlöndunum.

ASÍ studdi áform um nýtt greiðsluþátttökukerfi og taldi 50.000 kr. þak á ári fyrir almenna sjúklinga og 33.300 fyrir lífeyrisþega og börn ásættanlegt fyrsta skerf. Ný ríkisstjórn verður að standa við þau fyrirheit. Stefna ASÍ er að heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls og yrði 50.000 kr. almennt þak fyrsta skrefið í þá átt.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283