Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Femínistafélag Háskóla Íslands blæs til túrdaga

$
0
0

Femínstafélag Háskóla Íslands stendur fyrir Túrdögum 14.-16. mars. 

Tilgangur daganna er að auka og bæta umræðuna um túr og tengd málefni. Á Túrdögum verður boðið uppá fjölbreytta fyrirlestra á Litla torgi í HÍ sem allir eiga það sameiginlegt að fjalla um túr með einhverjum hætti þar á meðal frá félagsfræði-, kynfræði-, líffræði- og málvísindalegu sjónarhorni.

Einnig verður sett upp sýning á Bláa veggnum undir Háskólatorgi þar sem sýnd verða túrtengd listaverk, ljóð og sögur. Þáttakendur í sýningunni eru m.a. myndlistakonurnar Þóra Þórisdóttir og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir ásamt ljóðskáldinu Andri Snær Magnasyni. Sýningin stendur frá 13.-27. mars.

Viðburðirnir eru öllum opnir og aðgengi verður fyrir hjólastóla.

Auglýsing

Dagskrá Túrdaga er sem hér segir:

14. mars

Kl 12-12:30

Hallfríður J. Ragnheiðardóttir   
Táknmál tíða í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum
Hallfríður mun gera stuttlega grein fyrir því hvernig hún rataði inn á slóðir blæðinga í arfsögunum. Freyja og tákngripur hennar Brísingamen verða í brennidepli auk þess sem rýnt verður í táknmál tíða í nokkrum þjóðsögum.

12:30-13:30

Sigga Dögg
Kynlíf á túr

15.00-15:15
Kristjana Björk Barðdal, formaður Ungmennaráðs UN Women
Sæmdarsett
Fjallað verður um verkefni UN Women sem stuðlar að betri aðstæðum flóttakvenna á blæðingum.

15:30-16.00
Arnór Víkingsson verkjasérfræðingur
1500 dagar á blæðingum
Að meðaltali eru kona 1500 daga á blæðingum, lengri tíma en BA nám. Á að fagna þessu, pirrast eða bara áfram yppta öxlum og kljást við túrverkina, ein í hljóði?
Hafa túrverkir þróunarlegan tilgang? eru þeir guðlegir? eða bara óhreinir? Á 30 mínútum mun Arnór spyrja spurninga en gefa engin svör. Ykkar er að svara.

Auglýsing

15. mars

12.00-13.00
Herdís Sveinsdóttir  
Hverjum klukkan glymur? Um tíðir kvenna í nútíð og fortíð
Í erindinu verður fjallað um margbreytileika rannsókna á blæðingum. Hvað er verið að rannsaka tengt blæðingum kvenna? Hverjir eru rannsakendurnir? Hafa íslenskir rannsakendur beint sjónum sínum mikið að blæðingum kvenna? Hvað eru þeir að skoða í sínum rannsóknum. Jafnframt verður fjallað um afstöðu og hugmyndir kvenna og karla til blæðinga og mismunandi hugmyndir um blæðingar í aldanna rás.

15.00-15:30
Guðrún Kvaran    
Kona er þegar á klæðin kemur
Í erindinu verður fjallað um heiti um blæðingar kvenna sem notuð hafa verið hérlendis síðustu fjórar aldir. Orðafarið er ekki fjölbreytilegt en þó má tína ýmislegt til ef rýnt er í gamla og nýja texta. Um feimnismál var að ræða sem ekki var skrifað um lengi framan af nema helst af læknum. Fylgt er eftir því orðafari sem fyrirlesari rakst á og gerð grein fyrir notkun þess.

Auglýsing

16. mars

12.00-12:30
Rebekka Líf Albertsdóttir   
Bláar blæðingar – Áhrif auglýsinga og túraðgerðasinna á blæðingavörur
Mikil bannhelgi hvílir yfir blæðingum og kemur það skýrt fram í auglýsingum fyrir
blæðingavörur sem virðast miða að því að auka hreinlæti í kringum blæðingar. Þar er
túrblóð hvergi sjáanlegt en þess í stað er notast við bláan og tæran vökva til að sýna fram á rakadrægi vörunnar, sem á ekkert skylt við túrblóð og er veruleiki kvenna í þessum auglýsingum er alls fjarverandi. Rýnt í áhrif auglýsinga á túraðgerðarsinna á blæðingavörur.

12:30-13:00


Gyða Margrét Pétursdóttir  
Blóð, sviti, tár: Um [meintan/smávægilegan] kynjamun og afleiðingar hans
Kynjamunur verður til í samfélaginu og smávægilegur líffræðilegur munur á kynjum er notaður til að viðhalda hugmyndum um eðlismun kynja. Konur eru sem dæmi taldar meira á valdi tilfinninga sinna en karlar og þá ekki síst í aðdraganda og á meðan á blæðingum stendur. Þessar hugmyndir verða skoðaðar í ljósi kenninga um krítískan realisma og karllægni samfélagsins þar sem við sögu koma svört dömubindi fyrir g-strengsnærbuxur.

15:45-16:00
Lilja Magnúsdóttir
Bikarar

16:00-16:30


Silja Ástþórsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu
Sögur hysterískra kvenna


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283