Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Elsa Lára telur hagsmuni vogunarsjóða hafa ýtt Framsókn í stjórnarandstöðu

$
0
0

„Erum við kannski komin með skýringuna á því af hverju Björt framtíð og Viðreisn vildu ekki vinna með Framsókn,“ skrifar Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, á Facebook í gær. Hún gerir afnám fjármagnshafta að umtalsefni og þá sérstaklega góðan samning aflandskrónueigenda. „Vissu þeir [flokkarnir Viðreisn og Björt framtíð] kannski að þennan afslátt til Vogunarsjóðanna, hefðu Framsóknarmenn aldrei samþykkt? Maður spyr sig.“

Athygli hefur vakið að eigendur aflandskróna sem ákváðu að taka ekki tilboði Seðlabankans í júní um að greiða 190 krónur fyrir hverja evru. Sam­hliða af­námi hafta á inn­lenda aðila hef­ur nú verið samið við stærsta hluta eig­anda þess­ara af­l­andskróna. Sam­komu­lagið snýst um að Seðlabank­inn kaup­ir af­l­andskrónu­eign­ir fyr­ir er­lend­an gjald­eyri og er viðmiðun­ar­gengið í viðskipt­un­um 137,5 krón­ur fyr­ir evr­una, sem er 20% yfir skráðu gengi evru síðastliðinn föstu­dag.

Auglýsing

Sigurður Hansen, framkvæmdastjóri Kviku og fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun fjármagnshafta segir við Morgunblaðið í gær að þetta þýði að veðmál vogunarsjóðanna hafi gengið upp. Þeir sem ákváðu að spila ekki eft­ir regl­un­um bættu í raun stöðu sína. Af út­reikn­ing­um mín­um í fljótu bragði sýn­ist mér þess­ir sjóðir hafa hagn­ast um 21 millj­arð á því að bíða, með því að taka ekki þátt í útboðinu í júní,“ sagði Sigurður við Morgunblaðið. Hann tekur þó fram að hann sé afar ánægður með fréttir af losun hafta.

Aðspurður um áhrifin sem þessar fréttir hafa á almenning segir Sigurður að þau séu til skamms tíma varla mjög áþreifanleg. „Hinn al­menni borg­ari mun í sjálfu sér ekki finna mikið fyr­ir af­námi hafta til skamms tíma litið. Höft­in kosta mikið og til lengri tíma rýra þau lífs­gæði. Þau fæla í burtu fjár­festa og þar með upp­bygg­ingu sem ella hefði orðið þannig að til lengri tíma litið ætti þetta að auka lífs­gæði með meiri fjár­fest­ing­um og von­andi öfl­ugra at­vinnu­lífi því sam­hliða.“


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283